Alma: „Nauðbeygð til að hækka leiguverð“

Húsnæðismarkaðurinn | 8. desember 2022

Alma: „Nauðbeygð til að hækka leiguverð“

Alma íbúðafélag hyggst ekki ætla tjá sig um mál einstakra viðskiptavina en harmar þá stöðu sem kominn er upp hjá einum leigjenda þeirra og fjallað hefur verið um í fréttum. 

Alma: „Nauðbeygð til að hækka leiguverð“

Húsnæðismarkaðurinn | 8. desember 2022

Félagið hagnaðist um 12,4 milljarða í fyrra.
Félagið hagnaðist um 12,4 milljarða í fyrra. mbl.is/Sigurður Bogi

Alma íbúðafélag hyggst ekki ætla tjá sig um mál einstakra viðskiptavina en harmar þá stöðu sem kominn er upp hjá einum leigjenda þeirra og fjallað hefur verið um í fréttum. 

Alma íbúðafélag hyggst ekki ætla tjá sig um mál einstakra viðskiptavina en harmar þá stöðu sem kominn er upp hjá einum leigjenda þeirra og fjallað hefur verið um í fréttum. 

Félagið hafi verið nauðbeygt til að hækka leiguverð á þeim samningum sem eru að renna út í ljósi núverandi efnahagsástands. 75 þúsund króna hækkun eða (30% hækkun) á leigu endurspeglar ekki almennt þær verðhækkanir sem félagið hefur þurft að ráðast í, að því er segir í tilkynningu frá félaginu.

Hagnaður vegna matsbreytinga

Þar segir einnig að 12,4 milljarða hagnaður Ölmu íbúðafélags árið 2021, sem fjölmiðlar hafa fjallað um, er að mestu leyti tilkominn vegna matsbreytinga á eignum og hækkun verðbréfa í skráðu fasteignafélögunum auk annars reksturs. 

„Alma hefur á undanförnum árum reynt að koma til móts við þarfir viðskiptavina sinna meðal annars með því að fresta fyrirhuguðum verðhækkunum og bjóða upp á dreifingu á leigu þegar kórónuveirufaraldurinn gekk yfir.

Um mitt ár, þegar aukin óvissa var í efnahagslífinu, bauð félagið áframhaldandi leigusamninga á óbreyttum kjörum sem flestir viðskiptavina þáðu. Almennt reynir Alma að sýna viðskiptavinum sínum sveigjanleika ef aðstæður breytast, þó það takist ekki alltaf,“ segir einnig í tilkynningunni. 

mbl.is