Rússar ekki brjálaðir þrátt fyrir tal um kjarnavopn

Úkraína | 8. desember 2022

Rússar ekki brjálaðir þrátt fyrir tal um kjarnavopn

Vladimír Pútín Rússlandsforseti segir hættuna á að gripið verði til kjarnavopna í stríðinu við Úkraínu, aukast. Rússar væru þó ekki gengnir af göflunum og myndu þeir ekki beita vopnunum af fyrrabragði.

Rússar ekki brjálaðir þrátt fyrir tal um kjarnavopn

Úkraína | 8. desember 2022

Vladimír Pútín Rússlandsforseti
Vladimír Pútín Rússlandsforseti AFP/Mikhail Metzel/Sputnik

Vladimír Pútín Rússlandsforseti segir hættuna á að gripið verði til kjarnavopna í stríðinu við Úkraínu, aukast. Rússar væru þó ekki gengnir af göflunum og myndu þeir ekki beita vopnunum af fyrrabragði.

Vladimír Pútín Rússlandsforseti segir hættuna á að gripið verði til kjarnavopna í stríðinu við Úkraínu, aukast. Rússar væru þó ekki gengnir af göflunum og myndu þeir ekki beita vopnunum af fyrrabragði.

„Við erum ekki orðin brjáluð, við erum meðvituð um hvað kjarnavopn eru,“ sagði Pútín. „Við ætlum ekki að vera hlaupandi um heiminn og veifa vopnunum eins og beittum rakhníf,“ bætti forsetinn við þegar hann ávarpaði árlegan fund mannréttindaráðs í Rússlandi.

Rangt að leyna hættunni

Að sögn Pútíns telur hann rangt að fara leynt með að hættan á notkun kjarnavopna sé að aukast. Hann ítrekaði þó að rússneski herinn myndi ekki nota gereyðingarvopnin nema til að bregðast við árás.

Pútín stærði sig af kjarnavopnasafni Rússlands og sagði vopnin þau nútímalegustu og þróuðustu í heiminum. Hann tók þó fram að Rússar væru ekki farnir að hýsa vopn í öðrum ríkjum, ólíkt Bandaríkjunum.

„Við erum ekki með kjarnavopn, þar á meðal hernaðarleg, á svæðum annarra landa. En Bandaríkjamenn gera það, þar á meðal í Tyrklandi og í fjölda Evrópulanda,“ sagði hann.

Ned Price, talsmaður bandaríska utanríkisráðuneytisins, neitaði að tjá sig um ummæli Pútíns en sagði þó svona tal um kjarnavopn afar óábyrgt.

Sagði hættuna fara sífellt minnkandi

Í viðtali sem birtist í morgun, en óljóst er hvenær var tekið, við Olaf Scholz, kanslara Þýskalands, segir hann að hættan á að kjarnavopnum verði beitt í átökunum í Úkraínu fari sífellt minnkandi þökk sé alþjóðaþrýstingi.

„Eitt sem hefur breyst núna er að Rússar hafa hætt að hóta notkun kjarnavopna,“ sagði kanslarinn sem taldi nýlega heimsókn sína til Kína m.a. hafa stuðlað að þessari þróun.

„Í heimsókn minni til Peking, lýsti ég og forseti Kína Xi Jinping því yfir að kjarnavopn ættu ekki að vera notuð. Stuttu síðar tóku G20 ríkin undir þá afstöðu.“

mbl.is