Refsa Íran fyrir fyrstu opinberu aftökuna

Mótmæli í Íran | 9. desember 2022

Refsa Íran fyrir fyrstu opinberu aftökuna

Bretland og Kanada hafa gripið til viðskiptaþvingana gegn Íran í kjölfar þess að fyrsti mótmælandinn var tekinn af lífi stjórnvöldum þar í landi í gærmorgun.

Refsa Íran fyrir fyrstu opinberu aftökuna

Mótmæli í Íran | 9. desember 2022

Æðsti leiðtogi Írans, Ali Khamenei. Bandamenn hans eru á meðal …
Æðsti leiðtogi Írans, Ali Khamenei. Bandamenn hans eru á meðal þeirra sem kanadísk stjórnvöld beita refsiaðgerðum. AFP

Bretland og Kanada hafa gripið til viðskiptaþvingana gegn Íran í kjölfar þess að fyrsti mótmælandinn var tekinn af lífi stjórnvöldum þar í landi í gærmorgun.

Bretland og Kanada hafa gripið til viðskiptaþvingana gegn Íran í kjölfar þess að fyrsti mótmælandinn var tekinn af lífi stjórnvöldum þar í landi í gærmorgun.

Mohsen Shekari var hengdur eftir að hafa hamlað umferð um aðalgötu höfuðborgarinnar Tehran og stungið liðsmann Basij-hersveitanna með eggvopni.

Háttsettir hjá Íransstjórn beittir refsiaðgerðum

Bretland hefur kynnt viðskiptaþvinganir gegn 30 Írönum, þar á meðal embættismönnum í Íran sem sakaðir eru um að hafa greitt veginn fyrir þyngri dómum í garð mótmælenda. 

Kanada beitir refsiaðgerðum gegn 22 embættismönnum í Íran, þar á meðal þeim sem starfa fyrir dómsvaldið, fangelsismálakerfið og lögregluna auk helstu bandamanna leiðtoga klerkastjórnarinnar, Ayatollah Ali Khamenei.

Evrópusambandið hyggst þá beita írönsk stjórnvöld refsiaðgerðum vegna harðræðis stjórnvalda þar í landi á meðan mótmælin hafa staðið yfir. Að minnsta kosti 458 manns hafa látið lífið síðan þau hófust í september, þar á meðal 60 börn, samkvæmt mannréttindasamtökum í Íran. 

mbl.is