Urðu fyrir einelti og útilokun

MeT­oo - #Ég líka | 9. desember 2022

Urðu fyrir einelti og útilokun

Nokkrir nemendur við Menntaskólann í Hamrahlíð urðu fyrir einelti og útilokun við það að nöfn þeirra voru sett fram og skrifuð á spegla og víðar á salerni í skólanum í tengslum við ásakanir um kynferðislega áreitni eða ofbeldi í byrjun október. Þetta er niðurstaða sjálfstæðs ráðgjafahóps sem skoðaði málið ítarlega í kjölfar kvörtunar nemendanna og að þeir hefðu að ósekju verið tengdir umfjölluninni, en greint er frá niðurstöðunni á heimasíðu skólans.

Urðu fyrir einelti og útilokun

MeT­oo - #Ég líka | 9. desember 2022

Nemendur komu saman og krotuðu á spegla skólans þegar þau …
Nemendur komu saman og krotuðu á spegla skólans þegar þau gagnrýndu aðgerðaleysi stjórnenda skólans í tengslum við kynferðisbrot. Ljósmynd/Aðsend

Nokkrir nemendur við Menntaskólann í Hamrahlíð urðu fyrir einelti og útilokun við það að nöfn þeirra voru sett fram og skrifuð á spegla og víðar á salerni í skólanum í tengslum við ásakanir um kynferðislega áreitni eða ofbeldi í byrjun október. Þetta er niðurstaða sjálfstæðs ráðgjafahóps sem skoðaði málið ítarlega í kjölfar kvörtunar nemendanna og að þeir hefðu að ósekju verið tengdir umfjölluninni, en greint er frá niðurstöðunni á heimasíðu skólans.

Nokkrir nemendur við Menntaskólann í Hamrahlíð urðu fyrir einelti og útilokun við það að nöfn þeirra voru sett fram og skrifuð á spegla og víðar á salerni í skólanum í tengslum við ásakanir um kynferðislega áreitni eða ofbeldi í byrjun október. Þetta er niðurstaða sjálfstæðs ráðgjafahóps sem skoðaði málið ítarlega í kjölfar kvörtunar nemendanna og að þeir hefðu að ósekju verið tengdir umfjölluninni, en greint er frá niðurstöðunni á heimasíðu skólans.

Málið fékk mikla umfjöllun í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum eftir að nemendur við skólann sögðu sér nóg boðið vegna aðgerðaleysis skólastjórnenda í nokkrum málum sem tengjast kynferðisofbeldi á milli nemenda. Var meðal annars talað um þöggun og að átta mál hefðu komið upp þar sem þolendur þyrftu að mæta gerendum á göngum skólans.

Blaðið sem hengt var upp í MH.
Blaðið sem hengt var upp í MH. Ljósmynd/Aðsend

Var í kjölfarið hengt upp blað í skólanum þar sem meðal annars var tilgreint að nemandi við skólann hefði verið kærður fyrir að nauðga litlu frænku sinni. Var blaðið tekið niður og skrifuðu þá nemendur sambærileg skilaboð á salerni einu í skólanum og var þeim myndum dreift víða, en þar voru meðal annars tilgreind nöfn nokkurra nemenda skólans sem voru tengd við kynferðisbrot.

Skóla­stjórn­end­ur í skólanum sendu degi síðar frá sér yfirlýsingu þar sem harmað var að núverandi og fyrr­ver­andi nem­end­ur hafi upp­lifað van­líðan vegna mála er varða kyn­ferðis­legt of­beldi og kyn­ferðis­lega áreitni sem hafa komið upp og ekki var tekið á með viðun­andi hætti.Degi síðar voru haldin fjöldamótmæli við skólann þar sem bæði rektor og mennta- og barnamálaráðherra voru mættir til að hlýða á nemendurna.

Steinn Jóhannsson, rektor MH, og Ásmundur Einar Daðason, mennta- og …
Steinn Jóhannsson, rektor MH, og Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, mættu á mótmælin. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Nokkrir þeirra sem höfðu verið nefndir í tengslum við þetta mál kvörtuðu til skólans og sögðust ranglega bendlaðir við kynferðisbrot og sögðust hafa orðið fyrir einelti. Sem fyrr segir vísaði skólinn málunum til ráðgjafahóps á vegum ráðuneytisins og er meðferð málanna nú lokið eða er á lokametrunum.

„Við ítarlega skoðun hjá ráðgjafahópnum komu í sumum tilvikum engar skýringar eða upplýsingar fram um ástæðu þess að nöfn nemenda voru rituð á speglana eða þau með öðrum hætti tengd umfjölluninni. Í þeim tilvikum bárust heldur engar kvartanir yfir kynferðislegri áreitni eða ofbeldi viðkomandi nemenda. Sem dæmi má nefna að sú saga að í skólanum sé tiltekinn nemandi sem hafi nauðgað litlu frænku sinni, hefur ekki fengið neina stoð þrátt fyrir ítarlega könnun ráðgjafahópsins. Fór sú saga fyrst á flug þegar nemandinn stundaði nám í öðrum skóla og endurtók sig í MH,“ segir í tilkynningu á vef skólans.

Var niðurstaða hópsins því að í þeim málum sem voru tilkynnt hafi nemendur orðið fyrir einelti og útilokun við það að nöfn komu fram með áðurgreindum hætti eða nöfn þeirra tengd umfjölluninni. Nafnritunin fór í mikla dreifingu innan og utan skólans.

MH eru hræsnarar, sagði á þessum spegli.
MH eru hræsnarar, sagði á þessum spegli. Ljósmynd/Aðsend

Segist skólinn ætla að vera fyrstur skóla til að innleiða nýjar áætlanir í samvinnu við Samband íslenskra framhaldsskólanema, sem snerta hvoru tveggja kynferðislega áreitni og ofbeldi sem og einelti. Stendur sú vinna yfir, en nemendur eru hvattir til að nýta þá ferla sem til staðar eru og tilkynna um mál ef upp koma innan skólans, þ.e. með því að leita til starfsfólks MH eða tilkynna í gegnum tilkynningahnapp á heimasíðu skólans.

Að lokum kemur fram að skólinn ítreki að hann standi með öllum þolendum ofbeldis og eineltis, sama af hvaða toga slík mál kunna að vera.

mbl.is