Koma dagar þar sem mig langar ekki að lifa

Dagmál | 10. desember 2022

Koma dagar þar sem mig langar ekki að lifa

„Það koma dagar þar sem mig langar ekki að lifa,“ sagði Björgvin Páll Gústavsson, landsliðsmarkvörður í handbolta, í Dagmálum, frétta- og menningarlífsþætti Morgunblaðsins.

Koma dagar þar sem mig langar ekki að lifa

Dagmál | 10. desember 2022

„Það koma dagar þar sem mig langar ekki að lifa,“ sagði Björgvin Páll Gústavsson, landsliðsmarkvörður í handbolta, í Dagmálum, frétta- og menningarlífsþætti Morgunblaðsins.

„Það koma dagar þar sem mig langar ekki að lifa,“ sagði Björgvin Páll Gústavsson, landsliðsmarkvörður í handbolta, í Dagmálum, frétta- og menningarlífsþætti Morgunblaðsins.

Björgvin Páll, sem er 37 ára gamall, átti erfiða æsku og upplifði mikla vanlíðan á sínum yngri árum.

Hann fann sig hins vegar alltaf í íþróttum og er á meðal bestu markvarða sem Ísland hefur alið af sér í dag.

„Ég fékk mínar fyrstu sjálfsvígshugsanir átta ára gamall og það var bara tengt minni eigin vanlíðan,“ sagði Björgvin.

„Það eru mjög margir sem eru að díla við svona hugsanir en þora bara ekki að segja frá því,“ sagði Björgvin Páll meðal annars.

Viðtalið við Björgvin Pál í heild sinni má nálgast með því að smella hér.

Ef ein­stak­ling­ar upplifa sjálfs­vígs­hugs­an­ir er hjálparsími Rauða krossins, 1717, opinn allan sólarhringinn. Einnig er netspjall Rauða krossins, 1717.is, opið allan sólarhringinn. Píeta-samtökin veita ókeypis ráðgjöf í síma 552-2218. Á netspjalli á Heilsuvera.is er einnig hægt að ráðfæra sig við hjúkrunarfræðing um næstu skref. Ef þú ert í bráðri hættu, hringdu í 112.

Björgvin Páll Gústavsson.
Björgvin Páll Gústavsson. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is