Fagnar sigri Husseins fyrir dómi

Flóttafólk á Íslandi | 12. desember 2022

Fagnar sigri Husseins fyrir dómi

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, segir ljóst að tryggja þurfi að hælisleitandinn Hussein Hussein fái efnismeðferð í sínu máli. Þetta kom fram í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag.

Fagnar sigri Husseins fyrir dómi

Flóttafólk á Íslandi | 12. desember 2022

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra.
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, segir ljóst að tryggja þurfi að hælisleitandinn Hussein Hussein fái efnismeðferð í sínu máli. Þetta kom fram í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag.

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, segir ljóst að tryggja þurfi að hælisleitandinn Hussein Hussein fái efnismeðferð í sínu máli. Þetta kom fram í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag.

Héraðsdómur féllst á það í dag að Hussein og fjölskylda hans hefði ekki borið ábyrgð á þeim töfum sem orðið hefðu í máli hans og ákvörðun kærunefndar útlendingamála um brottvísun þeirra því felld úr gildi, að sögn lögmanns fjölskyldunnar.

Spurði hvernig Guðmundi liði með málið

Guðmundur fagnaði í dag niðurstöðu héraðsdóms en tók fram að ákvörðun um áfrýjun gæti skipt máli:

„Ég geri ráð fyrir því að það verði tryggt. En auðvitað, ef þar til gerð stjórnvöld ákveða að áfrýja málinu þá snýr það aðeins öðruvísi við.“ 

Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, hafði spurt hann hvernig honum liði með að hafa þurft að verja „ákvörðun og framkvæmd sem nú hefur verið úrskurðað fyrir dómi að hafi verið ólögleg“, þótt flestum hafi verið ljóst, sem urðu vitni að atburðinum að það væri raunin.

Guðmundur tók fram að hann hefði ekki lesið dóminn sem ekki er enn birtur. 

„Ég ætla að leyfa mér að fagna því að þetta sé niðurstaða héraðsdóms, því mér finnst eðlilegt að tekið sé tillit til fötlunar fólks í málefnum umsækjenda um alþjóðlega vernd. Þegar við höfum öll haft tækifæri til þess að kynna okkur þennan dóm þá held ég að það verði áhugavert að sjá á hvaða málsatvikum það er sem héraðsdómur byggir sína niðurstöðu. En út frá því sem brjóstvitið segir manni þá gæti þar verið um mikilvægi samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks að ræða,“ sagði Guðmundur. 

mbl.is