Hussein kominn til landsins og hafði sigur

Flóttafólk á Íslandi | 12. desember 2022

Hussein kominn til landsins og hafði sigur

Hussein Hussein, flóttamaður frá Írak, og fjölskylda hans höfðu betur gegn Útlendingastofnun í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Féllst dómurinn á að þau bæru ekki ábyrgð á þeim töfum sem höfðu orðið á málinu og var ákvörðun úrskurðarnefndar útlendingamála um brottvísun þeirra felld úr gildi. Að öllu óbreyttu tekur því Útlendingastofnun mál fjölskyldunnar til efnislegrar meðferðar. Þetta staðfestir Claudia Wilson, lögmaður fjölskyldunnar, í samtali við mbl.is.

Hussein kominn til landsins og hafði sigur

Flóttafólk á Íslandi | 12. desember 2022

Myndin er birt með leyfi Hussein Hussein.
Myndin er birt með leyfi Hussein Hussein. Samsett mynd

Hussein Hussein, flóttamaður frá Írak, og fjölskylda hans höfðu betur gegn Útlendingastofnun í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Féllst dómurinn á að þau bæru ekki ábyrgð á þeim töfum sem höfðu orðið á málinu og var ákvörðun úrskurðarnefndar útlendingamála um brottvísun þeirra felld úr gildi. Að öllu óbreyttu tekur því Útlendingastofnun mál fjölskyldunnar til efnislegrar meðferðar. Þetta staðfestir Claudia Wilson, lögmaður fjölskyldunnar, í samtali við mbl.is.

Hussein Hussein, flóttamaður frá Írak, og fjölskylda hans höfðu betur gegn Útlendingastofnun í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Féllst dómurinn á að þau bæru ekki ábyrgð á þeim töfum sem höfðu orðið á málinu og var ákvörðun úrskurðarnefndar útlendingamála um brottvísun þeirra felld úr gildi. Að öllu óbreyttu tekur því Útlendingastofnun mál fjölskyldunnar til efnislegrar meðferðar. Þetta staðfestir Claudia Wilson, lögmaður fjölskyldunnar, í samtali við mbl.is.

Claudia segir að enn eigi eftir að koma í ljós hvort ríkið áfrýjar málinu til Landsréttar, en ef svo er ekki ætti efnisleg meðferð að taka við.

Claudia Wilson, lögmaður Hussein Hussein, við aðalmeðferð málsins í héraðsdómi.
Claudia Wilson, lögmaður Hussein Hussein, við aðalmeðferð málsins í héraðsdómi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Komu til Íslands í morgun

Þegar mbl.is náði sambandi við hana voru Hussein og fjölskylda að koma á fund á skrifstofu hennar og gat hún því staðfest að þau væru komin til landsins, en hún segist aðeins hafa fengið þær upplýsingar í morgun.

Mál fjölskyldunnar vakti talsverða athygli í byrjun nóvember þegar lög­regl­an flutti Hussein og fjór­tán aðra flótta­menn aft­ur til Grikk­lands þar sem fólkið hafði áður fengið alþjóðlega vernd. Hus­sein er í hjóla­stól og gagn­rýndu meðal ann­ars sam­tök­in Þroska­hjálp aðgerðirnar. Átti brottvísunin sér stað stuttu áður en málið var tekið fyrir í héraðsdómi.

Við aðalmeðferð málsins gáfu Hussein og fjölskyldan skýrslu frá Aþenu í Grikklandi í gegnum fjarfundarbúnað.

mbl.is