Ofmat á íbúafjölda hefur lítil áhrif á íbúðaþörf

Húsnæðismarkaðurinn | 13. desember 2022

Ofmat á íbúafjölda hefur lítil áhrif á íbúðaþörf

Tvær stærðir eru ráðandi þegar kemur að mati á hversu mikið þarf að byggja af íbúðarhúsnæði, uppsöfnuð þörf annars vegar og mannfjöldaþróun hins vegar. 

Ofmat á íbúafjölda hefur lítil áhrif á íbúðaþörf

Húsnæðismarkaðurinn | 13. desember 2022

Frá framkvæmdum við Gróttubyggð.
Frá framkvæmdum við Gróttubyggð. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Tvær stærðir eru ráðandi þegar kemur að mati á hversu mikið þarf að byggja af íbúðarhúsnæði, uppsöfnuð þörf annars vegar og mannfjöldaþróun hins vegar. 

Tvær stærðir eru ráðandi þegar kemur að mati á hversu mikið þarf að byggja af íbúðarhúsnæði, uppsöfnuð þörf annars vegar og mannfjöldaþróun hins vegar. 

Þorsteinn Arnalds, tölfræðingur hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, fór í dag yfir forsendur stofnunarinnar um þörf á uppbyggingu. Tilefnið var hádegisfundur þar sem nýtt mælaborð íbúða í uppbyggingu var kynnt. 

Mælaborðið á að varpa ljósi á stöðuna í rauntíma, bæði eftir landsvæðum og sveitarfélögum, byggingarstigi, tegund húsnæðis og fleira. 

„Annars vegar erum við að ræða stöðuna í núinu, hversu margt fólk vantar íbúðir, og hins vegar fjölgun heimila til framtíðar og hvað þarf að bæta við mörgum íbúðum vegna þeirra heimila.“

Þorsteinn Arnalds.
Þorsteinn Arnalds. Ljósmynd/Þorkell Þorkelsson

Uppsöfnuð þörf óljós

Þorsteinn Arnalds segir að núverandi mat á óuppfylltri íbúðarþörf sé á bilinu 1.500 til 6.500 íbúðir og að þörfin fyrir nýjar íbúðir sé nærri 3.300 íbúðir á ári, næstu fimm árin. 

Ef vinna á upp bæði óuppfyllta þörf og mæta fólksfjölgun þyrfti að byggja 3.500 til 4.500 íbúðir á ári, næstu fimm árin. Matið er í samræmi fyrri niðurstöður, áður en íbúafjöldi var endurmetinn hér á landi og í ljós kom að hann væri ofmetinn um allt að 11.000 manns.

Óhætt er að segja að ofmatið hafi ekki kollvarpað mati á íbúðaþörf, en áætlanir frá 2019 hafa allar gert ráð fyrir þörf upp á 3.000 til 4.000 íbúðum á ári.

Greina þarf búsetuform

„Ofmatið á mannfjöldanum hefur fyrst og fremst áhrif á uppsöfnuðu þörfina. Á móti kemur frá því að manntalið var tekið hefur fólksfjölgun verið hraðari en mannfjöldaspá gerði ráð fyrir. Þess vegna minnkar óuppfyllta þörfin minna en hægt væri að búast við. Að sama skapi eru spár um fjölgun til framtíðar óbreyttar og þess vegna er aukin þörf í framtíðinni einnig óbreytt,“ segir Þorsteinn í samtali við mbl.is. 

Hann segir sérstaklega áhugavert við greininguna sem liggur að baki matinu er hversu miklu máli fjölskyldustærðir og heimilasamsetning þeirra er og hvernig búsetuform hentar mismunandi hópum. 

„Eitt er alveg ljóst í mínum huga; það vantar frekari upplýsingar um þjóðina og manntalið dregur það alveg fram. Við vitum ekki nákvæmlega hvað búa margir í landinu, við vitum ekki hvar fólk býr eða hvernig það býr. Sem sagt í hvernig fjölskyldustærð og svo framvegis.“

Þorsteinn bendir á að þjóðskrá hafi til þessa verið aðalgagnið við mat sem þetta. Hún haldi aðeins utan um skráð fjölskylduform en fólk sem býr til dæmis í atvinnuhúsnæði geti ekki skráð lögheimili sitt þar.

mbl.is