Framkvæmdastjóri N4 mágkona nefndarmanns

Fjárlög 2023 | 14. desember 2022

Framkvæmdastjóri N4 mágkona nefndarmanns

María Björk Ingvarsdóttir, framkvæmdastjóri N4, er mágkona Stefáns Vagns Stefánssonar, nefndarmanns í fjárlaganefnd sem samþykkti 100 milljón króna styrk til fjölmiðla á landsbyggðinni sem framleiða eigið efni. Stefán Vagn skrifaði undir álit nefndarinnar um að samþykkja ætti tillögu um styrkinn.

Framkvæmdastjóri N4 mágkona nefndarmanns

Fjárlög 2023 | 14. desember 2022

Stefán Vagn Stefánsson, þingmaður Framsóknar, er tengdur framkvæmdastjóra N4 fjölskylduböndum.
Stefán Vagn Stefánsson, þingmaður Framsóknar, er tengdur framkvæmdastjóra N4 fjölskylduböndum.

María Björk Ingvarsdóttir, framkvæmdastjóri N4, er mágkona Stefáns Vagns Stefánssonar, nefndarmanns í fjárlaganefnd sem samþykkti 100 milljón króna styrk til fjölmiðla á landsbyggðinni sem framleiða eigið efni. Stefán Vagn skrifaði undir álit nefndarinnar um að samþykkja ætti tillögu um styrkinn.

María Björk Ingvarsdóttir, framkvæmdastjóri N4, er mágkona Stefáns Vagns Stefánssonar, nefndarmanns í fjárlaganefnd sem samþykkti 100 milljón króna styrk til fjölmiðla á landsbyggðinni sem framleiða eigið efni. Stefán Vagn skrifaði undir álit nefndarinnar um að samþykkja ætti tillögu um styrkinn.

Vísir greindi fyrst frá. 

Meirihluti fjárlaganefndar samþykkti að veita 100 milljón króna styrk úr ríkissjóði til fjölmiðla á landsbyggðinni. 

Vekur þetta upp spurningar um hagsmunatengsl en ekki hefur tekist að fá viðbrögð nefndarmanna við þessum tengslum Stefáns.

Styrkurinn myndi dreifast til fleiri miðla

N4 sendi beiðni til fjár­laga­nefnd­ar 1. des­em­ber en Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, segist hafa spurt meiri­hlut­ann í dag hvort styrk­ur­inn væri ein­ung­is ætlaður N4.

„Þau út­skýrðu fyr­ir mér að það væru fleiri [miðlar] sem styrk­ur­inn myndi dreifast til,“ seg­ir Björn og á þá við miðla á lands­byggðinni sem fram­leiða eigið efni fyr­ir sjón­varps­stöð. 

Auk N4 fram­leiðir meðal ann­ars Vík­ur­frétt­ir á Suð­ur­nesj­um eigið efni. Fjár­laga­nefnd barst þó ekki beiðni frá nein­um öðrum miðli en N4. 

mbl.is