„Nema þú skilgreinir fyrir mig hvað er frétt“

Fjárlög 2023 | 14. desember 2022

„Nema þú skilgreinir fyrir mig hvað er frétt“

„Þetta er ekki eyrnamerkt einum fjölmiðli eða eitthvað slíkt. Við vorum ekki að biðja um þetta fyrir eitt fyrirtæki,“ segir Jón Steindór Árnason, stjórnarformaður N4, í samtali við mbl.is um 100 milljón króna styrk til fjöl­miðla á lands­byggðinni sem fram­leiða eigið efni fyr­ir sjón­varps­stöð.

„Nema þú skilgreinir fyrir mig hvað er frétt“

Fjárlög 2023 | 14. desember 2022

Höfuðstöðvar N4 eru á Akureyri.
Höfuðstöðvar N4 eru á Akureyri. mbl.is/Hafþór

„Þetta er ekki eyrnamerkt einum fjölmiðli eða eitthvað slíkt. Við vorum ekki að biðja um þetta fyrir eitt fyrirtæki,“ segir Jón Steindór Árnason, stjórnarformaður N4, í samtali við mbl.is um 100 milljón króna styrk til fjöl­miðla á lands­byggðinni sem fram­leiða eigið efni fyr­ir sjón­varps­stöð.

„Þetta er ekki eyrnamerkt einum fjölmiðli eða eitthvað slíkt. Við vorum ekki að biðja um þetta fyrir eitt fyrirtæki,“ segir Jón Steindór Árnason, stjórnarformaður N4, í samtali við mbl.is um 100 milljón króna styrk til fjöl­miðla á lands­byggðinni sem fram­leiða eigið efni fyr­ir sjón­varps­stöð.

N4 lagði fram beiðni fyrir fjárlaganefnd Alþingis 1. desember þar sem lagt var til að þessi upphæð yrði veitt sem styrkur. Meirihluti nefndarinnar samþykkti síðan þá tillögu. 

Jón segir að miðillinn hafi sent beiðni til fjárlaganefndar vegna erfiðrar stöðu sem miðillinn sér fram á í rekstri einkarekinna fjölmiðla. „Það risti ekki dýpra en það.“

Ekki búið að útfæra styrkinn

Spurður hvort honum finnist ekkert athugavert við það, að með styrknum fengi N4 líklega stærsta styrk allra einkarekinna fjölmiðla á landinu, segir Jón að erfitt sé að tjá sig um það.

Hann bendir á að það sé ekki búið að útfæra styrkinn á neinn hátt. 

„Það eru í raun bara getgátur ef maður ætlar að reyna að geta sér til um hvernig þessu verður öllu skipt. Þetta er alveg óútfært,“ segir Jón en það er menn­ing­ar- og viðskiptaráðherra að úthluta styrknum. 

Hann segir að, ef að styrknum verði, þá verði vonandi auðveldrara að framleiða efni í fjölmiðlum á landsbyggðinni, sérstaklega fyrir sjónvarp. 

„Það hlýtur að vera fagnaðarefni,“ segir Jón. 

„Hvað er frétt“

Enginn starfsmaður N4 er titlaður sem ritstjóri, og þá ber heldur enginn titilinn fréttamaður.

Lítið þið samt á ykkur sem fréttamiðil?

„Það er svolítið erfitt að svara fyrir það nema þú skilgreinir fyrir mig hvað er frétt,“ segir Jón og bendir á að hann skipti sér ekki af rekstri fyrirtækisins þar sem hann sé stjórnarformaður í félaginu. 

María Björk Ingv­ars­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri N4, var ekki laus í viðtal við mbl.is í dag en beiðnin til fjárlaganefndar er frá henni komin. 

mbl.is