Löndin sem skal forðast árið 2023

Ferðaráð | 15. desember 2022

Löndin sem skal forðast árið 2023

Nú eru eflaust margir að skipuleggja ferðalög næsta árs. Þá er gott að hafa í huga hvert er öruggast að fara og hvar hætturnar geta leynst. International SOS gaf á dögunum út gagnvirkt kort þar sem hættan er metin í hverju landi fyrir sig. 

Löndin sem skal forðast árið 2023

Ferðaráð | 15. desember 2022

Litirnir tákna hversu hættuleg lönd heimsins eru talin vera.
Litirnir tákna hversu hættuleg lönd heimsins eru talin vera. Skjáskot/International SOS

Nú eru eflaust margir að skipuleggja ferðalög næsta árs. Þá er gott að hafa í huga hvert er öruggast að fara og hvar hætturnar geta leynst. International SOS gaf á dögunum út gagnvirkt kort þar sem hættan er metin í hverju landi fyrir sig. 

Nú eru eflaust margir að skipuleggja ferðalög næsta árs. Þá er gott að hafa í huga hvert er öruggast að fara og hvar hætturnar geta leynst. International SOS gaf á dögunum út gagnvirkt kort þar sem hættan er metin í hverju landi fyrir sig. 

Öruggast er að halda sig heima á Íslandi, enda er Ísland eitt öruggasta land í heimi. Það eru þó margir með útþrá eftir heimsfaraldur og hyggja á ferðalög á næsta ári. 

Þau lönd sem eru dökkrauð á kortinu eru talin vera hættulegust. Þar á meðal eru Úkraína, Sýrland, Írak, Afganistan, Líbía og fleiri Afríkulönd. Rauð lönd eru metin næsthættulegust en það eru til dæmis Egyptaland, Alsír, Níger og Pakistan. 

Flest Evrópulönd eru gul eða græn sem táknar að löndin séu talin örugg. Bandaríkin og Kanada eru í gulum lit, en það er líka Ástralía, Kína, Argentína og Síle.

mbl.is