Viltu lykta eins og Chris Hemsworth?

Snyrtibuddan | 15. desember 2022

Viltu lykta eins og Chris Hemsworth?

Það var engin tilviljun þegar Marvel-stjarnan Chris Hemsworth var valinn kynþokkafyllsti maður heims árið 2014, enda býr hann yfir miklum sjarma og hefur brætt hjörtu víða um heim. Það var heldur engin tilviljun þegar Hemsworth var valinn sem andlit nýjasta herrailmsins úr Bottled-línunni frá Hugo Boss. 

Viltu lykta eins og Chris Hemsworth?

Snyrtibuddan | 15. desember 2022

Ljósmynd/Sephora.ae

Það var engin tilviljun þegar Marvel-stjarnan Chris Hemsworth var valinn kynþokkafyllsti maður heims árið 2014, enda býr hann yfir miklum sjarma og hefur brætt hjörtu víða um heim. Það var heldur engin tilviljun þegar Hemsworth var valinn sem andlit nýjasta herrailmsins úr Bottled-línunni frá Hugo Boss. 

Það var engin tilviljun þegar Marvel-stjarnan Chris Hemsworth var valinn kynþokkafyllsti maður heims árið 2014, enda býr hann yfir miklum sjarma og hefur brætt hjörtu víða um heim. Það var heldur engin tilviljun þegar Hemsworth var valinn sem andlit nýjasta herrailmsins úr Bottled-línunni frá Hugo Boss. 

Ilmurinn er í senn djarfur, kraftmikill og notalegur. Hann einkennist af sjarmerandi leðri í bland við ferskan mandarínu- og fíkjuilm, en útkoman er þessi unaðslega lykt sem verður hreinlega ávanabindandi. 

Ljósmynd/Sephora.ae

Ilmurinn er hugsaður fyrir fágaða herramenn sem eru hlýir með kraftmikið karisma. Hemsworth þykir endurspegla þessa eiginleika, en þar að auki er hann mikið augnkonfekt. 

Ilvatnsglösin úr Bottled-línunni eru þekkt fyrir að vera stílhrein og tímalaus, en í þetta sinn er ilmurinn í svörtu glasi með fáguðu yfirbragði. 

mbl.is