Hungursneyðin hafi verið hópmorð

Alþingi | 16. desember 2022

Hungursneyðin hafi verið hópmorð

Tuttugu og einn þingmaður úr öllum þingflokkum hafa lagt fram tillögu til þingsályktunar um að lýsa hungursneyðinni í Úkraínu, sem stóð yfir frá 1932 til 1933, hafi verið hópmorð. 

Hungursneyðin hafi verið hópmorð

Alþingi | 16. desember 2022

Diljá Mist Einarsdóttir þingkona Sjálfstæðisflokksins.
Diljá Mist Einarsdóttir þingkona Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Tuttugu og einn þingmaður úr öllum þingflokkum hafa lagt fram tillögu til þingsályktunar um að lýsa hungursneyðinni í Úkraínu, sem stóð yfir frá 1932 til 1933, hafi verið hópmorð. 

Tuttugu og einn þingmaður úr öllum þingflokkum hafa lagt fram tillögu til þingsályktunar um að lýsa hungursneyðinni í Úkraínu, sem stóð yfir frá 1932 til 1933, hafi verið hópmorð. 

Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er fyrsti flutningsmaður tillögunnar. 

Hungursneyðin, sem kölluð er í daglegu tali Holodomor, dró milljónir manna til dauða í Úkraínu undir alræðisstjórn Stalíns í á tímum Sovétríkjanna.

Fram kemur í greinargerð tillögunnar að Ísland hafi áður tekið þátt í að minnast atburðanna og að mati flutningsmanna sé mikilvægt að senda skýr skilaboð um þessa hörmulegu atburði og vekja á þeim athygli svo að hægt sé að koma í veg fyrir að þeir endurtaki sig. 

Slík skilaboð um voðaverk fyrri tíma geta styrkt viðleitni alþjóðasamfélagsins til að tryggja framgang og vernd grundvallarmannréttinda og frelsis um allan heim,“ segir í greinargerð. 

Í tillögunni er orðið hópmorð notað fyrir enska orðið genocide og útskýrt nánar:

„Hópmorð eru skilgreind sem verknaðir framdir í þeim tilgangi að útrýma með öllu eða að hluta þjóð, þjóðernishópi, kynstofni eða trúflokki sem slíkum. Til slíkra verknaða teljast morð á einstaklingum úr viðkomandi hópi, veiting alvarlegra líkamlegra eða andlegra áverka, vísvitandi skerðing á lífsskilyrðum hópsins sem miðar að útrýmingu hans í heild eða að hluta, vísvitandi ráðstafanir til að koma í veg fyrir barnsfæðingar í hópnum eða flutningur barna með valdi úr hópnum til annars hóps.“

Þvinguð í samyrkjubúskap

Enn fremur er þar farið yfir tildrög hungursneyðarinnar og hvers vegna hún telst sem hópmorð:

„Fólk víðs vegar um Úkraínu varð fyrir miklum áhrifum af hungri og kúgun alræðisstjórnar Stalíns. Hungursneyðin var bein afleiðing þvingaðrar stefnu Sovétríkjanna um samyrkjubúskap, auk þess sem svelti var kerfisbundið beitt sem refsingu, m.a. ef bændur gátu ekki uppfyllt tilskilið afhendingarmagn. Svæðin sem urðu verst úti í þessum aðgerðum voru girt af til að koma í veg fyrir að hungraðir íbúar gætu flúið á milli svæða og til að koma í veg fyrir flutning matvæla til svæðanna.

Markmið sovéskra stjórnvalda með sveltinu var enn fremur að bæla niður úkraínska þjóðarvitund. Úkraínumenn voru því vísvitandi sveltir í pólitískum tilgangi. Þessi þjóðarharmleikur Úkraínumanna varð milljónum manna að bana. Hungursneyðin uppfyllir því skilyrði til að vera skilgreind sem hópmorð.“

mbl.is