Pútín „getur ekki unnið á vígvellinum“

Úkraína | 16. desember 2022

Pútín „getur ekki unnið á vígvellinum“

Rússar undirbúa sig fyrir að stríðið í Úkraínu verði langvarandi og NATO ríkin sem styðja við bakið á Úkraínu verða að halda áfram að senda þeim vopn þangað til að Vladimír Pútín Rússlandsforseti áttir sig á því að hann „getur ekki unnið á vígvellinum“.

Pútín „getur ekki unnið á vígvellinum“

Úkraína | 16. desember 2022

Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO segir að ekki eigi að vanmeta …
Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO segir að ekki eigi að vanmeta Rússa í stríðinu við Úkraínu. AFP/Tobias Schwarz

Rússar undirbúa sig fyrir að stríðið í Úkraínu verði langvarandi og NATO ríkin sem styðja við bakið á Úkraínu verða að halda áfram að senda þeim vopn þangað til að Vladimír Pútín Rússlandsforseti áttir sig á því að hann „getur ekki unnið á vígvellinum“.

Rússar undirbúa sig fyrir að stríðið í Úkraínu verði langvarandi og NATO ríkin sem styðja við bakið á Úkraínu verða að halda áfram að senda þeim vopn þangað til að Vladimír Pútín Rússlandsforseti áttir sig á því að hann „getur ekki unnið á vígvellinum“.

Þetta segir Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO.

Stoltenberg varar við því að það séu engin merki um það að Pútín hafi „gefið eftir í markmiðum sínum til að stjórna Úkraínu.“

„Við ættum ekki að vanmeta Rússland. Rússland er að skipuleggja langt stríð,“ segir Stoltenberg. 

„Við sjáum að þeir eru að virkja meiri herafla, það að þeir eru tilbúnir að þola mikið mannfall, það að þeir eru að reyna að fá aðgang að fleiri vopnum og skotfærum.“

mbl.is