Fimm ómissandi hlutir í New York-borg yfir jólin

Ferðaráð | 18. desember 2022

Fimm ómissandi hlutir í New York-borg yfir jólin

Það er fátt jafn töfrandi og að heimsækja New York-borg yfir hátíðarnar, en í desembermánuði fyllist borgin af fallegum jólaljósum, skreytingum og skemmtilegri afþreyingu sem kemur fólki á öllum aldri í jólaskap. 

Fimm ómissandi hlutir í New York-borg yfir jólin

Ferðaráð | 18. desember 2022

Ljósmynd/Pexels/Inga Seliverstova

Það er fátt jafn töfrandi og að heimsækja New York-borg yfir hátíðarnar, en í desembermánuði fyllist borgin af fallegum jólaljósum, skreytingum og skemmtilegri afþreyingu sem kemur fólki á öllum aldri í jólaskap. 

Það er fátt jafn töfrandi og að heimsækja New York-borg yfir hátíðarnar, en í desembermánuði fyllist borgin af fallegum jólaljósum, skreytingum og skemmtilegri afþreyingu sem kemur fólki á öllum aldri í jólaskap. 

Ferðavefurinn tók saman fimm hluti sem eru ómissandi partur af jólaferðinni til New York-borgar. 

1. Sjáðu frægasta jólatré Bandaríkjanna

Einn af vinsælustu viðburðum ársins í New York-borg er þegar kveikt er á jólatrénu í Rockefeller Center. Í ár hefur 23 metra Rauðgreni verið komið fyrir, en tréð skartar hvorki meira né minna en 50 þúsund marglitum jólaljósum og er toppað með stjörnu frá Swarovski. 

Ljósmynd/Unsplash/Wesley Tingey

2. Skoðaðu einstakar jólagjafir á jólamörkuðum

Í desembermánuði má finna jólamarkaði á hverju horni borgarinnar þar sem boðið er upp á einstakar vörur í jólapakkann. Stærsti markaðurinn er hins vegar á Union Square, en þangað koma yfir 160 söluaðilar og selja gjafavöru í mikilli jólastemningu. 

Ljósmynd/Unsplash/Tiard Schulz

3. Renndu þér eftir fallegasta skautasvelli borgarinnar

Flestir hafa heyrt minnst á hinn fræga Central Park, en mörgum þykir garðurinn skarta sínu fegursta á veturna. Þá er hið stórkostlega Wollman-skautasvell einmitt opnað, en eins og sést er fegurðin í hámarki á svellinu. 

Ljósmynd/Pexels/Vlada Karpovich

4. Leyfðu töfrandi ballett dönsurum að koma þér í jólaskap

Í New York-borg eru tugir dansflokka á heimsmælikvarða, en sá þekktasti er líklega City Ballett sem sýna hnetubrjótinn í Lincoln Center á ári hverju. Sýningin er engu lík og hefur komið fólki í jólaskap frá því hún var frumsýnd árið 1954. 

5. Röltu um Brooklyn og skoðaðu jólaljósin

Brooklyn-hverfið er frægt fyrir ótrúleg jólaljós, en þá er sérstaklega mælt með því að fara til Dyker Heights-hverfisins og upplifa alvöru bandarískar jólaskreytingar. Jólaljós, sleðar, hreindýr, jólasveinar og hátíðarsöngvar einkenna hverfið sem breytist í sannkallaða jólaparadís.

Ljósmynd/Unsplash/Juliana Malta
mbl.is