Fyrsta skóflustungan mögulega 2025

Borgarlínan | 20. desember 2022

Fyrsta skóflustungan mögulega 2025

Davíð Þorláksson, framkvæmdastjóri Betri samgangna, segir í samtali við mbl.is að uppbygging í Keldum og Keldnaholti gæti hafist 2025.

Fyrsta skóflustungan mögulega 2025

Borgarlínan | 20. desember 2022

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Davíð Þorláksson, framkvæmdarstjóri Betri Samgangna.
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Davíð Þorláksson, framkvæmdarstjóri Betri Samgangna. Ljósmynd/Aðsend

Davíð Þorláksson, framkvæmdastjóri Betri samgangna, segir í samtali við mbl.is að uppbygging í Keldum og Keldnaholti gæti hafist 2025.

Davíð Þorláksson, framkvæmdastjóri Betri samgangna, segir í samtali við mbl.is að uppbygging í Keldum og Keldnaholti gæti hafist 2025.

Eins og greint hefur verið frá gengu ríkissjóður og Betri samgöngur ohf. frá samningi sín á milli um að félagið taki við landsvæði við Keldur og Keldnaholt en landsvæðið er alls um 116 hektarar.

Deiluskipulagsgerð hefst á næsta ári

Í byrjun næsta árs fer af stað alþjóðleg þróunarsamkeppni í samstarfi við Reykjavíkurborg. Þar verður óskað eftir tillögum frá innlendum og erlendum fagaðilum. Þróunarsamkeppninni lýkur sumarið 2023 og mun vinna við deiluskipulagsgerð fyrir nýja hverfið hefjast um haustið.

„Þetta veltur allt á því hvernig þessi samkeppni mun koma út. Vonandi verður hægt að stinga þarna niður skóflu í kringum 2025 en þá verður allt að ganga vel og skipulagsferlið að ganga smurt fyrir sig,“ segir Davíð aðspurður hvenær uppbygging geti hafist á svæðinu.

Fyrsta hverfi sinnar tegundar á Íslandi

Davíð bendir á að mikilvægt sé að vanda til verka þar sem góðar samgöngur í hverfinu séu lykilatriði. 

„Þetta er mjög spennandi, fyrsta hverfið á Íslandi sem er frá upphafi hugsað út frá vistvænum samgöngum,“ segir Davíð um hið nýja hverfi sem mun rísa og bætir við að hverfið verði einstakt. Hann bendir á að víðast hvar í nágrannalöndum Íslands séu flest hverfi hugsuð út frá samgöngum og því orðið tímabært að það sama eigi við á höfuðborgarsvæðinu.

Byggðin í Keldnalandi og Keldnaholti verður fyrsta hreina borgarlínuhverfi í sögu Reykjavíkur að því er segir í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Borgarlínan er í raun forsenda uppbygginar á svæðinu og er stefnt að því að hún tengi svæðið við önnur hverfi Reykjavíkur áður en íbúar flytja inn. 

Tilraunastofan Keldum.
Tilraunastofan Keldum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ríkið bætti við meira en því var skylt

Í samgöngusáttmálanum var upprunalega aðeins gert ráð fyrir uppbyggingu í Keldnalandi sem nemur um 82,5 hekturum. Í kaupsamningnum sem nú hefur verið undirritaður er gert ráð fyrir að því til viðbótar verði landið sem tilheyrir Keldnaholti, alls 30,6 hektarar, einnig framlag ríkisins til verkefnisins.

Davíð segir þetta skref hafa mjög mikla þýðingu fyrir höfuðborgarsvæðið. „Þarna er ríkið að bæta við það sem því var ætlað að gera með samgöngusáttmálanum og leggja meira af mörkum en því var skylt.“

Davíð segir að ekki sé búið að verðmeta landsvæðið en ætlunin sé að hámarka þau verðmæti. Hann ítrekar þá að allt verðmætið muni renna óskipt til samgönguverkefna.

Tilraunastofan fer ekki fet

Spurður hvort tilraunastofan við Keldur þurfi að færa sig um set svarar Davíð því neitandi.

„Við höfum verið í góðu samstarfi við tilraunastofuna. Það er mjög víðtæk sátt um það hjá þeim og okkur að mannvirkin sem þau eru með haldi sér svo að starfsemin mun enn fara fram á svæðinu.“

Hann nefnir þó að beitiland á svæðinu þurfi að víkja fyrir nýjum íbúðum.

Samkvæmt fasteignaskrá er skráð stærð Keldna, L110481 um 85,2 hektarar, …
Samkvæmt fasteignaskrá er skráð stærð Keldna, L110481 um 85,2 hektarar, en eftirfarandi kort var að finna í viljayfirlýsingu borgarinnar og Betri samgangna. Kort/Borgarvefsjá
Samkvæmt fasteignaskrá er skráð stærð Keldnaholts, L109210 um 30,6 hektarar …
Samkvæmt fasteignaskrá er skráð stærð Keldnaholts, L109210 um 30,6 hektarar og samtals er því um að ræða 115,8 hektara. Eftirfarandi kort var að finna í viljayfirlýsingu borgarinnar og Betri samgangna. Kort/Borgarvefsjá
mbl.is