„Ég átti konu ... og kókaín“

Kardashian | 21. desember 2022

„Ég átti konu ... og kókaín“

Fyrrverandi NBA-stjarnan Lamar Odom ræddi opinskátt um fíkn sína á meðan hann var giftur raunveruleikastjörnunni Khloé Kardashian í nýrri stiklu fyrir þættina TMZ Presents: Lamar Odom: Sex, Drugs & Kardashians.

„Ég átti konu ... og kókaín“

Kardashian | 21. desember 2022

Khloé Kardashian og Lamar Odom voru í gift á árunum …
Khloé Kardashian og Lamar Odom voru í gift á árunum 2009 til 2016, en mörg hneykslismál komu upp í hjónabandi þeirra sem var áberandi í fjölmiðlum. AFP

Fyrrverandi NBA-stjarnan Lamar Odom ræddi opinskátt um fíkn sína á meðan hann var giftur raunveruleikastjörnunni Khloé Kardashian í nýrri stiklu fyrir þættina TMZ Presents: Lamar Odom: Sex, Drugs & Kardashians.

Fyrrverandi NBA-stjarnan Lamar Odom ræddi opinskátt um fíkn sína á meðan hann var giftur raunveruleikastjörnunni Khloé Kardashian í nýrri stiklu fyrir þættina TMZ Presents: Lamar Odom: Sex, Drugs & Kardashians.

Kardashian og Odom gengu í hjónaband árið 2009, en þau skildu árið 2016 þegar raunveruleikastjarnan hafði hjálpað Odom að jafna sig eftir að hann fannst meðvitundalaus á vændishúsi í Nevada.

Honum var í kjölfarið haldið sofandi í öndunarvél og þótti það mikið kraftaverk að hann skyldi lifa af, en hann hafði eytt um 9,3 milljónum króna í kynlíf og eiturlyf á þremur dögum áður en hann fannst. 

„Sögurnar sem þið vitið ekki eru virkilega klikkaðar“

Mörg hneykslismál komu upp í hjónabandi þeirra, en auk þess að hafa ítrekað haldið fram hjá þáverandi konunni sinni barðist Odom við alvarleg vímuefnavandamál. 

„Fíkniefnin, þau voru kærastan mín. Ég átti konu ... og kókaín,“ sagði Odom í stiklunni. „Ég meina, á bak við tjöldin lagði ég mikið á hana. Hlutirnir sem þið haldið að þið vitið eru klikkaðir. En sögurnar sem þið vitið ekki eru virkilega klikkaðar,“ bætti hann við. 

Fyrr á árinu sagðist Odom endilega vilja hitta Kardashian og biðja hana afsökunar. „Ég myndi vilja fara með henni út að borða. Það væri blessun bara að fá að vera í návist hennar. Ég vil bara segja henni hvað mér þykir þetta leitt og hvað ég var mikið fífl,“ sagði hann í samtali við Celebrity Big Brother.

„Hún hefur rétt á því að vilja aldrei, aldrei sjá mig framar fyrir það sem ég lét hana ganga í gegnum, en tíminn líður og fólk breytist,“ bætti hann við.

mbl.is