Allir ættu að geta gert flottan snúð

Snyrtibuddan | 22. desember 2022

Allir ættu að geta gert flottan snúð

Hafrún Björnsdóttir, förðunarfræðingur og hársnyrtir, segir gott að undirbúa hárið vel fyrir aðfangadagskvöld. Stílhreinn og flottur snúður er tilvalin hárgreiðsla fyrir jólin. Bylgjujárn er jólagjöfin í ár að hennar mati.

Allir ættu að geta gert flottan snúð

Snyrtibuddan | 22. desember 2022

Hafrún Björnsdóttir segir að bylgjujárn sé eitthvað sem fólk ætti …
Hafrún Björnsdóttir segir að bylgjujárn sé eitthvað sem fólk ætti að eiga til að geta framkallað fallegt jólahár. mbl.is/Arnþór Birkisson

Hafrún Björnsdóttir, förðunarfræðingur og hársnyrtir, segir gott að undirbúa hárið vel fyrir aðfangadagskvöld. Stílhreinn og flottur snúður er tilvalin hárgreiðsla fyrir jólin. Bylgjujárn er jólagjöfin í ár að hennar mati.

Hafrún Björnsdóttir, förðunarfræðingur og hársnyrtir, segir gott að undirbúa hárið vel fyrir aðfangadagskvöld. Stílhreinn og flottur snúður er tilvalin hárgreiðsla fyrir jólin. Bylgjujárn er jólagjöfin í ár að hennar mati.

„Ég ákvað að gera eitthvað sem allir geta gert en er samt alltaf flott, stílhreinan snúð. Ég skipti hárinu í miðju og geri mjög þétt tagl og greiði hárið niður með smá vaxi. Ég skipti taglinu í tvo hluta og sný þeim saman. Svo enda ég á að búa til snúð og festi hann vel með spennum og enda svo á að spreyja vel með hárspreyi,“ segir Hafrún sem starfar á hárgeiðslustofunni Skugga.

Hvernig hárgreiðslur virka best þegar það þarf líka að elda mat allan daginn?

„Það er náttúrulega mjög gott að vera með hárið tekið aðeins frá andlitinu eins og til dæmis greiðslan sem ég gerði hér svo það villist ekki hár ofan í jólamatinn.“

Snúður er þægileg jólagreiðsla en á sama tíma töff.
Snúður er þægileg jólagreiðsla en á sama tíma töff. mbl.is/Arnþór Birkisson

Er eitthvað sem við erum margar að klikka á þegar við greiðum okkur fyrir jólin?

„Fallegar greiðslur þurfa ekki að vera flóknar og það er alltaf gott að vera búin að undirbúa hárið vel. Þvo það og blása helst með bursta áður en maður byrjar á greiðslunni því ef grunnurinn er góður er svo miklu auðveldara að fá útkomuna sem maður er að leita eftir.“

Er einhver hárgreiðsla alltaf klassísk um jólin?

„Ég myndi segja að bylgjur og liðir séu alltaf mjög klassískar og fallegar greiðslur.“

Hvað er helst í tísku núna í hárheiminum?

„Mér finnst alls konar toppar vera í tísku núna, styttur, mjúkar bylgjur og að vera með vel blásið hár.“

Hvað með liti?

„Hlýir tónar eru búnir að vera áberandi í haust.“

Ef konur fengju eitt hárgreiðslutæki í jólagjöf, hvaða tæki ætti það að vera?

„Bylgjujárn – ekki spurning!“

Hárið kemur sérstaklega vel út.
Hárið kemur sérstaklega vel út. mbl.is/Arnþór Birkisson

Hvernig er aðventan hjá þér?

„Ég er algjört jólabarn og aðventan er uppáhaldstíminn minn. Mér finnst æði að fara á jólatónleika, baka nokkrar sortir af smákökum, líka notalegt að vera heima og horfa á allar jólamyndirnar á Netflix. Svo er náttúrulega brjálað að gera í vinnunni á aðventunni og það er líka bara gaman.“

Hvað ætlar þú að gera um jólin?

„Ég ætla að vera heima hjá foreldrum mínum með dóttur minni á aðfangadag, svo eru einhver jólaboð með fjölskyldunni, bara róleg og þægileg jól eftir annasaman desembermánuð,“ segir Hafrún.

mbl.is