Eitt fallegasta þorp Spánar er á Tenerife

Tenerife | 22. desember 2022

Eitt fallegasta þorp Spánar er á Tenerife

Vinsældir Tenerife er í algleymingi um þessar mundir hjá Íslendingum. Það er margt fleira að finna á Tenerife en góða sundlaugabakka og ódýran bjór. Á eyjunni vinsælu er til dæmis að finna þorpið Garachico sem var á dögunum valið eitt af fallegustu þorpum Spánar. 

Eitt fallegasta þorp Spánar er á Tenerife

Tenerife | 22. desember 2022

Garachico er á meðal fallegustu þorpanna á Spáni.
Garachico er á meðal fallegustu þorpanna á Spáni.

Vinsældir Tenerife er í algleymingi um þessar mundir hjá Íslendingum. Það er margt fleira að finna á Tenerife en góða sundlaugabakka og ódýran bjór. Á eyjunni vinsælu er til dæmis að finna þorpið Garachico sem var á dögunum valið eitt af fallegustu þorpum Spánar. 

Vinsældir Tenerife er í algleymingi um þessar mundir hjá Íslendingum. Það er margt fleira að finna á Tenerife en góða sundlaugabakka og ódýran bjór. Á eyjunni vinsælu er til dæmis að finna þorpið Garachico sem var á dögunum valið eitt af fallegustu þorpum Spánar. 

Það var Los Pueblos Más Bonitos De Espana sem gekk í verkið og útnefndi fallegustu þorpin. 

Garachico er á norðurhluta eyjunnar og byggðist upp á miðri 15. öld. Það var bankastjórinn Cristobal de Ponte sem byggði bæinn upp en við hann er hagstæð náttúruleg höfn svo bærinn varð að helsta hafnarbæ Tenerife um tíma. 

Garachico fór næstum því í eyði þegar eldgos hófst í Montana Negro og olli mikilli eyðileggingu. Íbúarnir þurftu að flýja en þegar eldgosinu lauk ákváðu þeir að snúa aftur og endurbyggja bæinn sinn fallega.

Bærinn er með eindæmum krúttlegur. Miðbærinn er sérstaklega fallegur en þar eru hellulagðar götur og fjöldi bygginga með mikla sögu. Við ströndina eru náttúrulegar laugar sem eru vinsælar á meðal heimamanna og ferðamanna. 

Náttúrulaugarnar við sjóinn eru einstakar.
Náttúrulaugarnar við sjóinn eru einstakar.
mbl.is