Yfirfullt af snjó í kringum Leifsstöð

Ferðamenn á Íslandi | 22. desember 2022

Yfirfullt af snjó í kringum Leifsstöð

Snjór hefur fyllt skýli sem myndar gönguleið út á langtímabílastæði við Leifsstöð. Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, segir að mokstur á þessu svæði sem um ræðir sé á dagskrá í dag.

Yfirfullt af snjó í kringum Leifsstöð

Ferðamenn á Íslandi | 22. desember 2022

Gönguleið frá langtímabílastæðum er yfirfull af snjó.
Gönguleið frá langtímabílastæðum er yfirfull af snjó. mbl.is/Guðni

Snjór hefur fyllt skýli sem myndar gönguleið út á langtímabílastæði við Leifsstöð. Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, segir að mokstur á þessu svæði sem um ræðir sé á dagskrá í dag.

Snjór hefur fyllt skýli sem myndar gönguleið út á langtímabílastæði við Leifsstöð. Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, segir að mokstur á þessu svæði sem um ræðir sé á dagskrá í dag.

„Ég veit að þessi svæði sem hér um ræðir eru á dagskrá hjá verktökunum væntanlega í dag. Það er ýmist búinn að vera mokstur eða ruðningur og í tengslum við bílastæðin er snjórinn beinlínis fluttur í burt,“ segir Guðjón.

Búið er nú þegar að skafa á nokkrum stöðum í kringum flugstöðina en verktakar vinna að því að losa snjóinn.

mbl.is/Guðni

„Snjór hefur safnast upp víðs vegar í kringum flugstöðina og það verkefni er búið að vera í gangi núna síðustu daga að losa okkur við þann snjó. Verktakar sem hafa verið að vinna fyrir okkur hafa meðal annars rutt langtíma- og skammtímastæði, leiðir upp að flugstöðinni og annað slíkt,“ segir Guðjón.

mbl.is