Herramannsmatur á Þorláksmessunni

Jóla jóla ... | 24. desember 2022

Herramannsmatur á Þorláksmessunni

Skata og annað slíkt fiskmeti var víða á borðum í gær, Þorláksmessu. Sú var tíðin að sjálfsagt þótti á aðventu að gæta hófs í öllu og hafa daginn fyrir jól á borðum fiskmeti heldur lakara en annað, svo sem skötuna sem veiddist ágætlega á Vestfjarðamiðum á þessum tíma árs. Þetta er hin einfalda ástæða þess að skötuhefðin kemur að vestan; aflabrögð.

Herramannsmatur á Þorláksmessunni

Jóla jóla ... | 24. desember 2022

Gestir tóku vel til matar síns í skötuboðinu um borð …
Gestir tóku vel til matar síns í skötuboðinu um borð í Magna. mbl.is/Kristinn Magnússon

Skata og annað slíkt fiskmeti var víða á borðum í gær, Þorláksmessu. Sú var tíðin að sjálfsagt þótti á aðventu að gæta hófs í öllu og hafa daginn fyrir jól á borðum fiskmeti heldur lakara en annað, svo sem skötuna sem veiddist ágætlega á Vestfjarðamiðum á þessum tíma árs. Þetta er hin einfalda ástæða þess að skötuhefðin kemur að vestan; aflabrögð.

Skata og annað slíkt fiskmeti var víða á borðum í gær, Þorláksmessu. Sú var tíðin að sjálfsagt þótti á aðventu að gæta hófs í öllu og hafa daginn fyrir jól á borðum fiskmeti heldur lakara en annað, svo sem skötuna sem veiddist ágætlega á Vestfjarðamiðum á þessum tíma árs. Þetta er hin einfalda ástæða þess að skötuhefðin kemur að vestan; aflabrögð.

Í fiskbúðinni Hafbergi við Gnoðarvog í Reykjavík var fólki sem var sólgið í kæsta skötu hleypt inn í hópum, slík var eftirspurnin og áhuginn. Skata er nefnilega herramannsmatur!

Á vegum Faxaflóahafna var svo í gær skötuveisla um borð í hafnsögu- bátnum Magna, sem var í Reykjavíkurhöfn. Þar sá Ingimar Finnbjörns- son um að elda skötuna og annað sem þurfti, sem starfsfólk fyrirtækis- ins og fleiri gerðu góð skil.

mbl.is