Eyddu aðfangadagskvöldi á lúxussnekkju

Stjörnur á ferð og flugi | 27. desember 2022

Eyddu aðfangadagskvöldi á lúxussnekkju

Hótelerfinginn Paris Hilton og eiginmaður hennar, Carter Reum, eyddu aðfangadagskvöldi á siglingu um Bahamaeyjar á lúxussnekkju. 

Eyddu aðfangadagskvöldi á lúxussnekkju

Stjörnur á ferð og flugi | 27. desember 2022

Hjónin Paris Hilton og Carter Reum eyddu aðfangadegi á sannkallaðri …
Hjónin Paris Hilton og Carter Reum eyddu aðfangadegi á sannkallaðri lúxus snekkju. Skjáskot/Instagram

Hótelerfinginn Paris Hilton og eiginmaður hennar, Carter Reum, eyddu aðfangadagskvöldi á siglingu um Bahamaeyjar á lúxussnekkju. 

Hótelerfinginn Paris Hilton og eiginmaður hennar, Carter Reum, eyddu aðfangadagskvöldi á siglingu um Bahamaeyjar á lúxussnekkju. 

Hjónin eyddu aðfangadeginum á lúxussnekkju, en þau höfðu þægindin í forgrunni og klæddust jólanáttfötum í stíl þegar þau stilltu sér upp við jólatré sem skreytt var frá toppi til táar á snekkjunni. Um kvöldið skiptu þau svo yfir í ljós jólanáttföt og nutu kvöldsins. 

„Gleðilegt aðfangadagskvöld frá paradís,“ skrifaði Hilton við myndaröð á Instagram-reikningi sínum. 

View this post on Instagram

A post shared by Paris Hilton (@parishilton)

Á flakki um heiminn síðasta árið

Hilton og Reum hafa verið dugleg að ferðast frá því þau gengu í hjónaband hinn 11. nóvember 2021 við glæsilega athöfn. Þau fóru í sjö vikna brúðkaupsferð og heimsóttu meðal annarra staða Bora Bora, Maldíveyjar, Angvilla, Frönsku-Pólýnesíu og Bresku Jómfrúaeyjar.

Síðastliðið sumar voru þau á ferð og flugi um Evrópu, en þau fóru meðal annars á tónlistarhátíðina Tomorrowland í Belgíu þar sem Hilton kom fram sem plötusnúður, og sigldu svo um Como-vatnið á Ítalíu áður en þau héldu til Ibiza á Spáni. Í nóvember héldu þau svo upp á eins árs brúðkaupsafmæli á Maldívaeyjum með stæl.

mbl.is