Hrædd um að framtíðarmakar verði hræddir við Kanye

Kardashian | 27. desember 2022

Hrædd um að framtíðarmakar verði hræddir við Kanye

Það fór líklega ekki fram hjá neinum þegar raunveruleikastjarnan Kim Kardashian byrjaði með grínistanum Pete Davidson eftir skilnað hennar við rapparann Kanye West. Í kjölfarið var óttast um öryggi Davidson þar sem West hótaði honum öllu illu á samfélagsmiðlum.

Hrædd um að framtíðarmakar verði hræddir við Kanye

Kardashian | 27. desember 2022

Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian óttast að orðspor fyrrverandi eiginmanns hennar, Kanye …
Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian óttast að orðspor fyrrverandi eiginmanns hennar, Kanye West, hræði hugsanlega framtíðar kærasta í burtu. AFP

Það fór líklega ekki fram hjá neinum þegar raunveruleikastjarnan Kim Kardashian byrjaði með grínistanum Pete Davidson eftir skilnað hennar við rapparann Kanye West. Í kjölfarið var óttast um öryggi Davidson þar sem West hótaði honum öllu illu á samfélagsmiðlum.

Það fór líklega ekki fram hjá neinum þegar raunveruleikastjarnan Kim Kardashian byrjaði með grínistanum Pete Davidson eftir skilnað hennar við rapparann Kanye West. Í kjölfarið var óttast um öryggi Davidson þar sem West hótaði honum öllu illu á samfélagsmiðlum.

Kardashian, sem er nú einhleyp, seigst hafa áhyggjur af því að kærastar hennar í framtíðinni verði hræddir við West, en eftir skilnað þeirra var West sagður elta Kardashian og Davidson á röndum þrátt fyrir að hafa sjálfur verið kominn í annað samband. 

Erfitt ár að baki

Kardashian og West voru saman í 11 ár og gift í sex ár, en þau eiga fjögur börn saman. Í febrúar 2021 sótti Kardashian um skilnað, en skilnaðarferli þeirra var langt og erfitt þar sem West virtist vera allt annað en samvinnuþýður. Skilnaður þeirra gekk loks í gegn í mars síðastliðnum. 

West hefur ratað mikið í fjölmiðla á árinu, fyrst fyrir ógnandi skilaboð til fyrrverandi kærasta Kardashian, Davidson, en síðar fyrir andgyðingaleg ummæli hans, fatnað með áletruninni Hvít líf skipta máli (e. White Lives Matter) og fyrir að sýna samstarfsfólki sínu klám, svo eitthvað sé nefnt. 

„Verða allir hræddir?“

„Það er hluti af mér sem hugsar: „Guð minn góður, verða allir hræddir vegna þess að fyrrverandi eiginmaður minn er ekki sá auðveldasti?“,“ sagði Kardashian í hlaðvarpinu Angie Martinez IRL.

Þá viðurkenndi hún að henni þætti ekki sanngjarnt að setja einhvern í þessar aðstæður, en á sama tíma velti hún því fyrir sér af hverju hún ætti nokkurn tímann að þurfa að lifa með þessari hræðslu.

Þó Kardashian óttist að orðspor West muni hræða hugsanlega framtíðar kærasta segist hún nú njóta þess að vera einhleyp.

mbl.is