Héldu upp á jólin í Ástralíu

Kóngafólk í fjölmiðlum | 29. desember 2022

Héldu upp á jólin í Ástralíu

Friðrik krónprins Danmerkur, Mary krónprinsessa og börnin þeirra fjögur áttu óvenjuleg jól þetta árið en þau héldu upp á jólin í Ástralíu. Mary er frá Ástralíu en hún fæddist í Tasmaníu og á þar marga vini og ættingja. Það var því ánægjulegt fyrir þau að geta varið tíma með fjölskyldu hennar sem þau fá ekki oft að sjá. 

Héldu upp á jólin í Ástralíu

Kóngafólk í fjölmiðlum | 29. desember 2022

Það var aðeins léttari andi yfir jólakorti fjölskyldunnar í ár …
Það var aðeins léttari andi yfir jólakorti fjölskyldunnar í ár enda þau að njóta veðurblíðunnar í Ástralíu. Skjáskot/Instagram

Friðrik krónprins Danmerkur, Mary krónprinsessa og börnin þeirra fjögur áttu óvenjuleg jól þetta árið en þau héldu upp á jólin í Ástralíu. Mary er frá Ástralíu en hún fæddist í Tasmaníu og á þar marga vini og ættingja. Það var því ánægjulegt fyrir þau að geta varið tíma með fjölskyldu hennar sem þau fá ekki oft að sjá. 

Friðrik krónprins Danmerkur, Mary krónprinsessa og börnin þeirra fjögur áttu óvenjuleg jól þetta árið en þau héldu upp á jólin í Ástralíu. Mary er frá Ástralíu en hún fæddist í Tasmaníu og á þar marga vini og ættingja. Það var því ánægjulegt fyrir þau að geta varið tíma með fjölskyldu hennar sem þau fá ekki oft að sjá. 

Fjölskyldan hefur notið sólarinnar og varið tíma á ströndinni. Á annan í jólum fóru þau svo á körfuboltaleik þar sem Tasmania JackJumpers spiluðu gegn New Zealand Breakers. Mary var með trefil Tasmaníu liðsins og vakti það mikla lukku gesta á leiknum.

„Þau sögðust hafa skemmt sér vel og trúðu ekki hversu góð stemmingin var og að þrjú til fjögur þúsund manns gætu haft svona hátt,“ segir ástralskur útvarpsmaður sem tók stutt viðtal við þau.

„Þau horfa almennt lítið á körfubolta, þau fylgjast helst með fótbolta og tennis. Kristján prins hafði til dæmis aldrei farið á körfuboltaleik áður.“

mbl.is