Telja eitthvað bogið við jólamynd Kardashian

Kardashian | 29. desember 2022

Telja eitthvað bogið við jólamynd Kardashian

Aðdáendur Kardashian-fjölskyldunnar klóra sér nú í kollinum yfir mynd sem raunveruleikastjarnan Kim Kardashian birti af sér ásamt systrum sínum og móður. Á myndinni virðist ein systirin fljóta á meðan fótleggir einnar eru eitthvað skrítnir. 

Telja eitthvað bogið við jólamynd Kardashian

Kardashian | 29. desember 2022

Margir telja Kim Kardashian hafa föndrað saman þessa mynd af …
Margir telja Kim Kardashian hafa föndrað saman þessa mynd af þeim, Khloé Kardashian, Kris Jenner, Kourtney Kardashian, Kylie Jenner og Kendall Jenner. Skjáskot/Instagram

Aðdáendur Kardashian-fjölskyldunnar klóra sér nú í kollinum yfir mynd sem raunveruleikastjarnan Kim Kardashian birti af sér ásamt systrum sínum og móður. Á myndinni virðist ein systirin fljóta á meðan fótleggir einnar eru eitthvað skrítnir. 

Aðdáendur Kardashian-fjölskyldunnar klóra sér nú í kollinum yfir mynd sem raunveruleikastjarnan Kim Kardashian birti af sér ásamt systrum sínum og móður. Á myndinni virðist ein systirin fljóta á meðan fótleggir einnar eru eitthvað skrítnir. 

Myndin var tekin í jólapartíi fjölskyldunnar sem haldið var á jóladag. Allar klæddu þær sig fínt upp á og stilltu sér upp fyrir frama tréð. Það er þó ekki víst hvort þær hafi endilega stillt sér upp saman. 

„Af hverju samt? Er svona erfitt að taka mynd saman? Er ekki erfiðara að klippa hverja og eina inn? Þessi fjölskylda ruglar mig í ríminu,“ skrifaði einn. 

Það sem helst virðist angra aðdáendur fjölskyldunnar er Kendall Jenner, sem virðist fljóta nokkrum sentímetrum ofar en systur sínar og móðir. Þá angra fótleggir Kylie Jenner aðra.

„Það er búið að skerpa á hverri einustu kjálkalínu og hausarnir virðast límdir á líkamana,“ skrifaði annar. 

Sá þriðji velti fyrir sér hvort þær hafi einfaldlega gleymt að taka mynd saman og reddað því svona.

mbl.is