Ástfangin og fáklædd á Fídjí

Sólarlandaferðir | 31. desember 2022

Ástfangin og fáklædd á Fídjí

Jólin voru suðræn og seiðandi í ár hjá leikaranum Chris Hemsworth og eiginkonu hans, Elsu Pataky, en þau héldu upp á jólin með fjölskyldu sinni í sólinni á Fídjí.

Ástfangin og fáklædd á Fídjí

Sólarlandaferðir | 31. desember 2022

Hjónin Chris Hemsworth og Elsa Pataky eyddu jólunum á Fídjí …
Hjónin Chris Hemsworth og Elsa Pataky eyddu jólunum á Fídjí með fjölskyldunni. Samsett mynd

Jólin voru suðræn og seiðandi í ár hjá leikaranum Chris Hemsworth og eiginkonu hans, Elsu Pataky, en þau héldu upp á jólin með fjölskyldu sinni í sólinni á Fídjí.

Jólin voru suðræn og seiðandi í ár hjá leikaranum Chris Hemsworth og eiginkonu hans, Elsu Pataky, en þau héldu upp á jólin með fjölskyldu sinni í sólinni á Fídjí.

Pataky birti myndaröð frá fríinu á Instagram-reikningi sínum á dögunum, en svo virðist sem fjölskyldan hafi eytt miklum tíma á ströndinni þar sem þau sleiktu sólina, fóru á brimbretti og í siglingu, dönsuðu og nutu þess að horfa á sólina setjast. 

View this post on Instagram

A post shared by Elsa Pataky (@elsapataky)

Svo virðist sem Hemsworth og Pataky hafi orðið ástfangin við fyrstu sýn, en þau kynntust árið 2010 og giftu sig sama ár. Þau hafa því verið hjón í meira en áratug og eiga þrjú börn saman, dótturina India og tvíburana Tristan og Sasha. 

Í tímabundnu hléi frá leiklistinni

Nýverið tilkynnti Hemsworth að hann hefði ákveðið að taka sér tímabundið hlé frá leiklistinni, en ákvörðunina tók hann eftir að hafa komist að því að hann væri með tvö gen sem auka líkurnar á Alzheimersjúkdómnum og öðrum elliglöpum. 

Hann virðist því ætla að njóta þess að eyða tíma með fjölskyldu sinni og aldrei að vita nema fleiri skemmtileg ferðalög séu í kortunum. 

mbl.is