Snyrtivörur ársins 2022!

Snyrtibuddan | 31. desember 2022

Snyrtivörur ársins 2022!

Fólkið í landinu bíður alltaf spennt eftir listanum yfir snyrtivörur ársins. Í ár köfuðu sérfræðingar Smartlands á förðunarsviðinu djúpt ofan í hyldýpi fegurðar og þokka og var niðurstaðan að þessar vörur væru framúrskarandi. 

Snyrtivörur ársins 2022!

Snyrtibuddan | 31. desember 2022

Vlad Deep/Unsplash

Fólkið í landinu bíður alltaf spennt eftir listanum yfir snyrtivörur ársins. Í ár köfuðu sérfræðingar Smartlands á förðunarsviðinu djúpt ofan í hyldýpi fegurðar og þokka og var niðurstaðan að þessar vörur væru framúrskarandi. 

Fólkið í landinu bíður alltaf spennt eftir listanum yfir snyrtivörur ársins. Í ár köfuðu sérfræðingar Smartlands á förðunarsviðinu djúpt ofan í hyldýpi fegurðar og þokka og var niðurstaðan að þessar vörur væru framúrskarandi. 

Förðun 

Farði ársins! 

Parude Gold Skin Matte frá Guerlain

Leitin að hinum fullkomna farða getur verið grýtt. Sérfræðingar Smartlands voru sammála um að þessi farði frá Guerlain væri framúrskarandi. Hann þekur vel húðina og það er auðvelt að bera hann á andlitið. Auðvitað má nota fingurnar til þess að setja hann á andlitið en sérfræðingar mæla þó alltaf með því að nota förðunarbursta. Farðinn endist í 24 klukkutíma sem hentar vel fyrir önnum kafnar smartlandskonur sem hafa ekki tíma til að vera alltaf að líta í spegil. 

Parude Gold Skin Matte frá Guerlain
Parude Gold Skin Matte frá Guerlain

CC krem ársins! 

CC+Nude Glow frá It Cosmetics

Það getur verið flókið að finna hið hárrétta CC krem en þau henta fólki sem vill ekki vera með of þétta áferð. Sérfræðingar voru sammála um að endurbætta útgáfan af CC kreminu frá IT Cosmteics væri sigurvegari ársins. Upphaflega útgáfan kom á markað 2013 og hefur selst í bílförmum síðan þá. Slag­orðCC-krems­ins, sem í raun er farði með 50­SPF, er „Eins og húðin þín – bara betri“ og það er ein­fald­lega sann­leik­ur­inn. IT Cos­metics kom með lát­um inn á ís­lensk­an snyrti­vörumarkað á síðasta ári og hef­ur CC-kremið sann­ar­lega farið vel í þjóðina.

CC+Nude Glow frá It Cosmetics.
CC+Nude Glow frá It Cosmetics.

Farðagrunnur ársins:

Photo Finish Smooth & Blur Primer frá Smashbox

Fólk sem notar ekki farðagrunn hefur ekki lifað til fulls. Þótt farðagrunnur henti auðvitað fyrir allan aldurshóp þá er það þannig að eftir því sem húðin eldist því mikilvægari verður notkun á farðagrunn. Þessi farðagrunnur er glær og er svolítið eins og glær filma sem sett er á andlitið áður en farðinn er borinn á. Hann felur fínar línur og svitaholur og gerir áferðina á farðanum miklu fallegri. Sérfræðingar voru sammála um að þessi farðagrunnur væri framúrskarandi. 

Photo Finish Smooth & Blur Primer frá Smashbox.
Photo Finish Smooth & Blur Primer frá Smashbox.

Maskari ársins:

Lash Lengt­hener 38° frá Sensai 

Þykk og löng augnhár eru móðins um þessar mundir. Einhverjir fara þá leið að vera með gerviaugnhár en fyrir þá sem vilja bara gamla góða maskarann þá er Lash Lengt­hener frá Sensai afar góður. Burstinn er lítill og nettur og auðvelt er að móta augnhárin með honum og byggja augnhárin upp. Hann lengir og þykkir augnhárin án þess að liturinn smitist upp á augnlokið. Það er vegna þess að það er ekki hægt að þrífa hann af nema með heitu vatni. Hann rennur af í sturtunni og það þarf ekki einu sinni sápu. 

Lash Lengt­hener 38° frá Sensai.
Lash Lengt­hener 38° frá Sensai.

Augnskuggapalletta ársins:

Ombres G 940 Royal Jungle frá Guerlain

Þessi litapalletta státar af fjórum guðdómlegum litum sem henta fyrir allar húðgerðir og öll kyn. Hægt er að skyggja augnlokið á dramatískan hátt með því að nota dekksta litinn sem er svarbrúnn. Rústrauði liturinn er fallegur einn og sér ef fólk vill fá örlítið meira svip og svo koma hinir tveir litirnir eins og kallaðir. Annar perlulitaður sem fer við ljós augu og svo þessi gyllti sem kallar fram töfrandi augnaráð. 

Ombres G 940 Royal Jungle frá Guerlain.
Ombres G 940 Royal Jungle frá Guerlain.

Púður ársins:

Ever Bronze Compact Powder frá Clarins

Þetta púður er tvískipt og kemur í tveimur litum. Það sem er sniðugt við þetta púður, fyrir utan að það gefur fallega áferð, er að það er hægt að nota það í allskonar förðunarmix. Það er til dæmis mjög fallegt að nota ljósari litinn sem augnskugga og nota svo báða litina til að skyggja andlitið á áreynslulausan hátt. 

Ever Bronze Compact Powder frá Clarins.
Ever Bronze Compact Powder frá Clarins.

Ljómavara ársins:

Wonder Stick Highlight & Contour frá NYX

Eitt heitasta förðunartrix ársins var að skyggja andlitið með stifti. Með því að nota stifti, ekki púður, fæst örlítið öðruvísi áferð. Það er líka auðveldara að láta litina rata á nákvæmlega rétta staði þótt fólk sé ekki með menntun í förðunarfræðum. 

Wonder Stick Highlight & Contour frá NYX.
Wonder Stick Highlight & Contour frá NYX.

Hyljari ársins:

Teint Idole Ultra Wear All Over Concealer frá Lancome

Þessi hyljari sló í gegn á árinu. Hann er ekki bara til þess að fríska upp á augnsvæðið heldur má setja hann á allt andlitið og nota sem farða. Það getur líka verið gott að skyggja andlitið með honum með frábærum árangri. 

Teint Idole Ultra Wear All Over Concealer frá Lancome.
Teint Idole Ultra Wear All Over Concealer frá Lancome.

Varalitur ársins:

Matte Lipstick Hug Me frá MAC

Árið 2022 voru ljósir litir í anda Pamelu Anderson vinsælir. Þegar kemur að ljósum varalitum þá eru fáir varalitir sem jafnast á við þennan varalit frá MAC. Til þess að ná Pamelu Anderson útlitinu upp á tíu þótti og þykir smart að vera með örlítið dekkri varalitablýant og hafa þennan ljósari inni í. 

Matte Lipstick Hug Me frá MAC.
Matte Lipstick Hug Me frá MAC.

Gloss ársins:

Lifter Gloss frá Maybelline

Þessi gloss voru mjög vinsæl á árinu sem er að líða. Þau koma í 15 litum og gefa fallega áferð án þess að vera of klístruð. 

Lifter Gloss frá Maybelline.
Lifter Gloss frá Maybelline.

Augabrúnavara ársins:

Brow Lift Lamination Gel frá Gosh 

Augabrúnagelið frá Gosh kom sá og sigraði á þessu ári. Varan er án efa besta varan til að gera augabrúnirnar nákvæmlega eins og þú vilt hafa þær. Gelið er mjög endingargott og þolir sveittustu æfingar og einnig sjósund. Til er bæði litlaust og með lit fyrir þær sem það kjósa. Undir loki á skaftinu er frábær greiða til að greiða í gegn þegar varan er komin í brúnirnar. 

Brow Lift Lamination Gel frá Gosh.
Brow Lift Lamination Gel frá Gosh.

Augnblýantur ársins:

Waterproof Eye Pencil 04 fig frá Clarins

Þetta er einn af bestu vatnsheldu augnblýöntunum á markaðnum í dag. Þessi litur gefur augnkróknum fallegt yfirbragð og mikinn svip án þess fólki líði eins og það sé allt of mikið farðað. Það er auðvelt að setja hann inn í vatnslínu augans án þess að hann fari út um allt. 

Waterproof Eye Pencil 04 fig frá Clarins.
Waterproof Eye Pencil 04 fig frá Clarins.

Naglalakk ársins:

Le Top Coat 347 frá Chanel

Eitt af þeim naglalökkum sem slógu í gegn á árinu var glæra gulllakkið frá franska tískuhúsinu Chanel. Það passaði vel fyrir þá sem vildu örlítið meira glit inn í tilveruna og líka fyrir þá sem vildu setja það yfir dekkri naglalökk. 

Le Top Coat 347 frá Chanel.
Le Top Coat 347 frá Chanel.

Húðumhirða

Andlitshreinsir ársins:

Advanced Night Micro Cleansing Foam frá Estée Lauder

Þessi andlitshreinsir breytist í létta loftkennda froðu sem losar burt öll óhreinindi af húðinni. Hvort sem það er bara ryk eftir daginn eða farði. Þessi andlitshreinsir er sérstaklega hannaður til að nota á kvöldin og virkar mjög vel. 
Advanced Night Micro Cleansing Foam frá Estée Lauder.
Advanced Night Micro Cleansing Foam frá Estée Lauder.

Andlitskrem ársins:

BL+the cream frá Bláa lóninu

Íslensku húðvörurnar frá Bláa lóninu eru löngu búnar að sanna sig. Á árinu kom út nýtt andlitskrem á markað en það er sérhannað til þess að næra húðina og gefa henni raka. Kremið inniheldur BL+COMPLEX sem bætir kollagenbirgðir húðarinnar og styrkir náttúrulegt varnarlag hennar. 

BL+the cream frá Bláa lóninu.
BL+the cream frá Bláa lóninu.

Augnvara ársins:

EGF Eye Serum frá Bioeffect

Endurnærandi augnserum sem vinnur gegn hrukkum og fínum línum auk þess að draga úr þrota umhverfis augun. Inniheldur aukið magn EGF prótína úr byggi til að tryggja hámarksáhrif. BIOEFFECT EGF úr byggi er endurnærandi og rakabindandi prótín sem örvar náttúrulega kollagenframleiðslu og viðheldur sléttri og heilbrigði ásýnd húðarinnar.

Bioeffect EGF Eye Serum.
Bioeffect EGF Eye Serum.

Húdropar ársins:

Double Serum frá Clarins

Þessir dropar fara með húðina upp á næsta stig. Þeir gefa húðinni þann raka sem hún þarf og gerir það að verkum að áferðin á farðanum verður betri. 

Double Serum frá Clarins.
Double Serum frá Clarins.

Andlitsmaski ársins:

Age Refill Summum Mask frá Guinot

Þetta er maskinn sem gott er að hafa á náttborðinu og bera hann á sig þegar búið að er bursta tennur og þrífa andlitið vel. Þetta er næturmaski sem vinnur að frísklegra útliti meðan fólk sefur. 

Age Refill Summum Mask frá Guinot.
Age Refill Summum Mask frá Guinot.

Sólarvörn ársins:

Sheer Physical Protection SPF 50 frá Neostrata

Þessi sólarvörn hentar fyrir allar húðgerðir og er með SPF 50 og ekki síst fyrir þá sem eru með viðkvæma húð. Þessi vörn er með örlitlum lit sem gefur húðinni fallega áferð. Eitt af því sem fólk ætti að gera ef því er annt um andlitið á sér er að bera á sig sólarvörn á hverjum einasta degi. Líka í skammdeginu á Íslandi. Húðlæknar heimsins mæla með því. 

Sheer Physical Protection SPF 50 frá Neostrata.
Sheer Physical Protection SPF 50 frá Neostrata.

Líkamsolía ársins:

Volcanic Glow líkamsolía frá Angan Skincare

Þessi olía mýkir upp húðina og lætur hana ilma guðdómlega. Það er gott að bera þessa olíu á sig eftir sund, ræktina eða bara upp úr þurru heima hjá sér og gott að nudda húðina upp úr henni. 

Volcanic Glow líkamsolía frá Angan Skincare.
Volcanic Glow líkamsolía frá Angan Skincare.

Líkamssápa ársins: 

Líkamssápan frá íslenska húðvörumerkinu ChitoCare vann til verðlauna erlendis á árinu sem er að líða fyrir eiginleika sína. Sérfræðingar Smartlands eru sammála þeim dómum enda á ferðinni einstaklega góð sápa sem mýkir húðina og keyrir upp vellíðan. 

Shower Gel frá ChitoCare.
Shower Gel frá ChitoCare.

Hár

Sjampó og hárnæring ársins:

Kérastase – Chroma Absolu – Bain Riche Chroma Respect – Nourishing Protective Sjampó og hárnæring 

Þessi tvenna sló í gegn á árinu sem er að líða. Um er að ræða milt og rakagefandi sjampó fyrir venjulegt og gróft hár sem mýkir hárið og gerir það meira glansandi. 

Sjampó og hárnæring ársins var frá Kérastase.
Sjampó og hárnæring ársins var frá Kérastase.
Sjampó og hárnæring ársins var frá Kérastase.
Sjampó og hárnæring ársins var frá Kérastase.


Aflitunarsjampó og hárnæring ársins:

Cool Blonde frá Label.m 

Eitt af hártrendunum 2022 var aflitað hár sem kallaði á fjólublátt sjampó. Fólk með aflitað hár vill nefnilega ekki vera með gult hár. Fjólubláa sjampóið frá Label.m kom eins og himnasending fyrir þetta fólk því það gefur raka og gefur hárinu meiri gljáa.

Cool Blonde frá Label.m.
Cool Blonde frá Label.m.

Hárvara ársins: 

Hármaskinn frá K18

Þetta efni lítur sakleysislega út en getur gert algert kraftaverk fyrir slitið og þreytt hár. Fyrst er hárið þvegið með sjampói og svo er ein pumpa af þessu efni sett í hárið. Það tekur fjórar mínútur að láta það byrja að virka. Sérfræðingar Smartlands voru sammála um að þetta efni ætti það skilið að vera hárvara ársins. 

Hármaskinn frá K18.
Hármaskinn frá K18.

Ilmur ársins:

Flora Gorgeus Gardenia frá Gucci

Ítalska tískuhúsið Gucci á ilm ársins sem er svo ferskur og góður að hann fer með fólk inn í nýjar víddir lyktarskinsins. 

Flora Gorgeus Gardenia frá Gucci.
Flora Gorgeus Gardenia frá Gucci.
mbl.is