Úlpan sem stjörnurnar elska

Fatastíllinn | 31. desember 2022

Úlpan sem stjörnurnar elska

Undanfarna mánuði hafa stjörnur á borð við Emily Ratajkowski, Ariana Grande og Hailey Bieber klætt af sér kuldann með úlpu frá The North Face. Allar hafa þær valið 1996 Nuptse-úlpuna sem líkt og nafnið gefur til kynna kom á markað fyrir 26 árum.

Úlpan sem stjörnurnar elska

Fatastíllinn | 31. desember 2022

The North Face úlpan er vinsæl á meðal stjarnanna.
The North Face úlpan er vinsæl á meðal stjarnanna. Samsett mynd

Undanfarna mánuði hafa stjörnur á borð við Emily Ratajkowski, Ariana Grande og Hailey Bieber klætt af sér kuldann með úlpu frá The North Face. Allar hafa þær valið 1996 Nuptse-úlpuna sem líkt og nafnið gefur til kynna kom á markað fyrir 26 árum.

Undanfarna mánuði hafa stjörnur á borð við Emily Ratajkowski, Ariana Grande og Hailey Bieber klætt af sér kuldann með úlpu frá The North Face. Allar hafa þær valið 1996 Nuptse-úlpuna sem líkt og nafnið gefur til kynna kom á markað fyrir 26 árum.

Sérstaklega vakti athygli í lok nóvember þegar fyrirsætan Ratajkowski mætti á körfuboltaleik með Pete Davidson, í brúnni úlpu frá North Face. Bieber sást svo í svartri North Face-úlpu í göngutúr með eiginmanni sínum Justin Bieber í sama mánuði. 

Söngkonan Ariana Grande birti mynd af sér nokkrum vikum áður í nákvæmlega eins úlpu, sem var af eiginmanni hennar Dalton Gomez.

North Face-úlpuæðið er þó ekkert nýtt af nálinni en það hófst í raun árið 2019 þegar Kendall Jenner skrapp út úr húsi í brúnni1996 Nuptse-úlpu. Síðan þá hafa úlpurnar selst í bílförumum um allan heim. 

mbl.is