Geymdi skilaboðin frá Margréti Láru í níu mánuði

Dagmál | 1. janúar 2023

Geymdi skilaboðin frá Margréti Láru í níu mánuði

„Þetta ár hjá kvennalandsliðinu var algjör sorgarsaga frá A til Ö,“ sagði Edda Sif Pálsdóttir, íþróttafréttakona á RÚV, í íþróttauppgjöri Dagmála þegar rætt var um íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu.

Geymdi skilaboðin frá Margréti Láru í níu mánuði

Dagmál | 1. janúar 2023

„Þetta ár hjá kvennalandsliðinu var algjör sorgarsaga frá A til Ö,“ sagði Edda Sif Pálsdóttir, íþróttafréttakona á RÚV, í íþróttauppgjöri Dagmála þegar rætt var um íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu.

„Þetta ár hjá kvennalandsliðinu var algjör sorgarsaga frá A til Ö,“ sagði Edda Sif Pálsdóttir, íþróttafréttakona á RÚV, í íþróttauppgjöri Dagmála þegar rætt var um íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu.

Kvennalandsliðið komst ekki upp úr riðli sínum í lokakeppni Evrópumótsins á Englandi, þrátt fyrir að tapa ekki leik.

Þá komst liðið ekki í lokakeppni HM í fyrsta sinn eftir afar svekkjandi tap gegn Hollandi í lokaleik riðlakeppninnar og svo eftir tap gegn Portúgal í umspili.

„Ég geymdi meira að segja skilaboðin frá Margrét Láru eftir að dregið var í riðli,“ sagði Edda Sif.

„Við erum alltaf að fara upp úr þessum riðli skrifaði hún en svo endaði ég á því að eyða þeim,“ bætti Edda Sif við.

Áramótaþátt og íþróttauppgjör Dagmála í heild sinni má nálgast með því að smella hér.

Íslenska kvennalandsliðið komst ekki áfram í útsláttakeppni Evrópumótsins þrátt fyrir …
Íslenska kvennalandsliðið komst ekki áfram í útsláttakeppni Evrópumótsins þrátt fyrir að tapa ekki leik á mótinu. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is