Hef ekki heyrt neinn kvarta undan honum

Dagmál | 1. janúar 2023

Hef ekki heyrt neinn kvarta undan honum

„Maður hefur allavega ekki heyrt neinn leikmann kvarta undan honum eða tala illa um hann í einhverjum bakherbergjum,“ sagði Hörður Snævar Jónsson, fréttastjóri íþrótta hjá Torgi, í íþróttauppgjöri Dagmála þegar rætt var um íslenska kvennalandsliðið.

Hef ekki heyrt neinn kvarta undan honum

Dagmál | 1. janúar 2023

„Maður hefur allavega ekki heyrt neinn leikmann kvarta undan honum eða tala illa um hann í einhverjum bakherbergjum,“ sagði Hörður Snævar Jónsson, fréttastjóri íþrótta hjá Torgi, í íþróttauppgjöri Dagmála þegar rætt var um íslenska kvennalandsliðið.

„Maður hefur allavega ekki heyrt neinn leikmann kvarta undan honum eða tala illa um hann í einhverjum bakherbergjum,“ sagði Hörður Snævar Jónsson, fréttastjóri íþrótta hjá Torgi, í íþróttauppgjöri Dagmála þegar rætt var um íslenska kvennalandsliðið.

Þorsteinn Halldórsson tók við þjálfun liðsins í janúar á síðasta ári en hann skrifaði undir langtímasamning við KSÍ í sumar, áður en lokakeppni Evrópumótsins hófst á Englandi.

Þá ríkir ákveðin óvissa í kringum eldri leikmenn liðsins eins og Dagnýju Brynjarsdóttur, Gunnhildi Yrsu Jónsdóttur og Söru Björk Gunnarsdóttir sem hafa verið í lykilhlutverki undanfarin ár.

„Það er langt í næsta verkefni hjá liðinu og það er kannski ástæðan fyrir því að þær hafa heldur ekki gefið neitt sjálfar út með framhaldið,“ sagði Helga Margrét Höskuldsdóttir, íþróttafréttakona á RÚV.

„Það er mikið að breytast í kvennaboltanum, til dæmis hversu lengi þú getur spilað sem atvinnumaður,“ bætti Helga Margrét við.

Áramótaþátt og íþróttauppgjör Dagmála í heild sinni má nálgast með því að smella hér.

Þorsteinn Halldórsson hefur stýrt kvennalandsliðinu frá því í janúar 2021.
Þorsteinn Halldórsson hefur stýrt kvennalandsliðinu frá því í janúar 2021. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is