Harry vill fjölskyldu, ekki stofnun

Kóngafólk í fjölmiðlum | 2. janúar 2023

Harry vill fjölskyldu, ekki stofnun

Harry Bretaprins segist óska þess að hann væri enn í góðu sambandi við föður sinn, Karl III. Bretakonung, og bróður sinn, Vilhjálm Bretaprins. Þeir hafi hins vegar ekki sýnt vilja til þess að sættast við hann. 

Harry vill fjölskyldu, ekki stofnun

Kóngafólk í fjölmiðlum | 2. janúar 2023

Harry Bretaprins.
Harry Bretaprins. AFP

Harry Bretaprins segist óska þess að hann væri enn í góðu sambandi við föður sinn, Karl III. Bretakonung, og bróður sinn, Vilhjálm Bretaprins. Þeir hafi hins vegar ekki sýnt vilja til þess að sættast við hann. 

Harry Bretaprins segist óska þess að hann væri enn í góðu sambandi við föður sinn, Karl III. Bretakonung, og bróður sinn, Vilhjálm Bretaprins. Þeir hafi hins vegar ekki sýnt vilja til þess að sættast við hann. 

Þetta kemur fram í nýrri stiklu fyrir viðtal við prinsinn á ITV. Viðtalið verður sýnt á sunnudaginn kemur, en fyrsta stiklan fyrir það kom í dag. 

Í viðtalinu segir Harry að fjölskyldan kjósi að líta á hann sem illmenni en hann langi aðeins til að eiga fjölskyldu. Ekki stofnun. 

Harry fór í viðtalið af því tilefni að bók hans, Spare, kemur út 10. janúar næstkomandi. Hann mun sömuleiðis setjast niður með bandaríska fjölmiðlamanninum Anderson Cooper og ræða um bókina. 

Harry og Meghan hertogaynja af Sussex, eiginkona hans, sögðu sig frá konunlegum skyldum í upphafi árs 2020. Undir lok síðasta árs fór í loftið heimildarþáttaröð þeirra, Harry & Meghan, sem fjallaði um líf þeirra saman og flóttann frá Bretlandi. 

mbl.is