Sagði skilið við allar öfgar og fann hamingjuna á ný

Förðunartrix | 2. janúar 2023

Sagði skilið við allar öfgar og fann hamingjuna á ný

Leikkonan Priyanka Chopra lifir heilbrigðu lífi, en í gegnum árin hefur hún farið frá miklum öfgum yfir í jafnvægi og mildi. Í dag hugsar Chopra vel um heilsuna og hefur skilið allar öfgar eftir í fortíðinni, en hún leggur hún áherslu á jafnvægi og sýnir sjálfri sér mildi. 

Sagði skilið við allar öfgar og fann hamingjuna á ný

Förðunartrix | 2. janúar 2023

AFP

Leikkonan Priyanka Chopra lifir heilbrigðu lífi, en í gegnum árin hefur hún farið frá miklum öfgum yfir í jafnvægi og mildi. Í dag hugsar Chopra vel um heilsuna og hefur skilið allar öfgar eftir í fortíðinni, en hún leggur hún áherslu á jafnvægi og sýnir sjálfri sér mildi. 

Leikkonan Priyanka Chopra lifir heilbrigðu lífi, en í gegnum árin hefur hún farið frá miklum öfgum yfir í jafnvægi og mildi. Í dag hugsar Chopra vel um heilsuna og hefur skilið allar öfgar eftir í fortíðinni, en hún leggur hún áherslu á jafnvægi og sýnir sjálfri sér mildi. 

Chopra deildi nokkrum ráðum með tímaritinu Glamour á dögunum, allt frá andlegri heilsu yfir í förðun.

Kvöldrútínan sem kemur þér aftur niður á jörðina

Eftir annasaman dag notar leikkonan húðrútínu sína til að jarðtengja sig. Hún eyðir um fimm mínútum í rútínuna þar sem hún ber á sig olíur og serum. „Ég var áður manneskjan sem hélt að hún væri of upptekin til að hugsa um sjálfan sig, en ef þú hefur tíma til að bursta tennurnar geturðu gert þessa rútínu,“ sagði Chopra. 

Andleg heilsa númer eitt, tvö og þrjú

Chopra segir andlega heilsu sína lykilinn að vellíðan sinni, og lífið hafi umturnast þegar hún sagði skilið við öfgarnar sem einkenndu líf hennar um tvítugt og gerðu það stormasamt. „Ég trúi á jafnvægi í hreyfingu og vellíðan. Hvort sem það er að fara í göngutúr með hundana mína, taka æfingu eða setja á mig andlitsmaska og fá mér góðan kaffibolla,“ sagði leikkonan.

Alltaf með rauðan varalit í töskunni

Dagarnir hjá leikkonunni eru oft þéttir, en hún er alltaf með rauðan varalit á sér. „Það er frábær leið til að poppa upp lúkkið frá degi til kvölds,“ sagði Chopra. 

Leikkonan er alltaf með rauðan varalit í töskunni sinni.
Leikkonan er alltaf með rauðan varalit í töskunni sinni. AFP

Sjálfstraust er hin sanna fegurð

„Mín skilgreining á fegurð er sjálfstraust. Ég held í raun að skilgreining á fegurð komi innan frá, og þegar þú hefur verkfærin til að skapa hamingju þá geislarðu af sjálfstrausti,“ sagði Chopra. 

Tjáir sig með förðun

Chopra segist ekki einungis tjá sig með tísku, heldur einnig förðun. „Brúntóna glimmeraugnskuggi virkar alltaf vel á þessum árstíma með rauðum varalit. Ég elska að leika mér með augnskugga og augnblýant,“ sagði leikkonan, en hún eyðir miklum tíma við snyrtiborðið þar sem hún horfir gjarnan á förðunarmyndskeið í leit að innblæstri. 

mbl.is