Svali segir ógeðslega spillingu á Tenerife

Tenerife | 3. janúar 2023

Svali segir ógeðslega spillingu á Tenerife

Svali, Sigvaldi Kaldalóns, og konan hans Jóhanna seldu allt sem þau áttu á Íslandi haustið 2017 og fluttu til Tenerife. Frábært að freista gæfunnar sögðu margir, þetta er bilun sögðu aðrir.

Svali segir ógeðslega spillingu á Tenerife

Tenerife | 3. janúar 2023

Sigvaldi Kaldalóns segir mikla spillingu á Tenerife og að nokkrar …
Sigvaldi Kaldalóns segir mikla spillingu á Tenerife og að nokkrar fjölskyldur eigi nánast allt.

Svali, Sigvaldi Kaldalóns, og konan hans Jóhanna seldu allt sem þau áttu á Íslandi haustið 2017 og fluttu til Tenerife. Frábært að freista gæfunnar sögðu margir, þetta er bilun sögðu aðrir.

Svali, Sigvaldi Kaldalóns, og konan hans Jóhanna seldu allt sem þau áttu á Íslandi haustið 2017 og fluttu til Tenerife. Frábært að freista gæfunnar sögðu margir, þetta er bilun sögðu aðrir.

Svali fór í ferðaþjónustu þar niður frá og Jóhanna fór að vinna sem hárgreiðslumeistari. Núna eru liðin fimm ár og einn margfaldur Covid-faraldur sem einmitt lagðist mjög illa á ferðaþjónustuna og hágreiðslustofur. Svali er gestur Einars Bárðar í nýjasta þætti Einmitt þar sem Svali ræðir á mjög opinn og einlægan hátt hvernig nýja lífið á Tenerife hefur reynst þeim.

Finna lífstaktinn í bæ þar sem allir eru í fríi nema þú

Svali talar um hvernig þau Jóhanna og strákarnir fundu sinn takt í þessu nýja lífi og hvernig er að lifa utan í samfélagi sem byggist á því að allir í kringum þau séu í fríi. Hvernig það er í raun átak að búa sér til eðlilega rútínu sem byggist á einhverju sem kalla má eðlilegt daglegt líf í sól og tuttugu fimm stiga hita.

Svali segist hafa horft upp á allt of marga sem hafi flutt niður í sólina breytast í fyllibyttur og það sé sorglegt, sérstaklega á stað eins og Tenerife sem er staður sem býður upp á svo miklu meira en hótelbarinn; stórbrotna náttúru, ólík vistkerfi og ríka og mikla sögu og tækifæri út um allt. Þó reki margir Íslendingar sem hafa komið niður eftir síðustu ár flott fyrirtæki og geri frábæra hluti.

Erfitt að koma félaginu í gegnum Covid

Rekstrarsaga Tenerife-ferða var ekki það löng að hægt væri að sækja styrk eða bætur í gegnum Covid þannig að það tók á að koma félaginu í gegnum það tímabil. Félagið hafði þó ekki fest sig eða ráðið þannig starfskrafta að það væri ábyrgt fyrir framfærslu margra einstaklinga annarra en eigendanna.

Svali segir ógeðslega spillingu á Tenerife. Hann sé að reyna að hætta að hrista hausinn yfir því en það hafist ekki alltaf. Það séu ákveðin öfl sem hafi engan áhuga á að missa sín viðskipti og hleypi helst engum að. „Það eru nokkrar fjölskyldur sem eiga nánast allt, það eru nokkrir Rússar sem halda fast um sitt og nokkrir litlir krimmahópar,“ segir Svali.

Þáttinn má nálgast í heild sinni á hlaðvarpsvef mbl.is.

mbl.is