Um 70% borgarbúa gætu hafa smitast af Covid

Kórónuveiran Covid-19 | 3. janúar 2023

Um 70% borgarbúa gætu hafa smitast af Covid

Sérfræðingar telja að útbreiðsla Covid-smita í Sjanghaí gæti náð hámarki snemma á árinu 2023 en útbreiðsla ómíkron-afbrigðisins hefur verið afar hröð síðustu vikur. Allt að 70% af íbúum gætu hafa smitast af kórónuveirunni, að mati yfirlæknis hjá virtu sjúkrahúsi í borginni.

Um 70% borgarbúa gætu hafa smitast af Covid

Kórónuveiran Covid-19 | 3. janúar 2023

Mikið álag er á sjúkrahúsum í Kína eftir að stjórnvöld …
Mikið álag er á sjúkrahúsum í Kína eftir að stjórnvöld véku frá ýmsum takmörkunum. AFP/Hector Retamal

Sérfræðingar telja að útbreiðsla Covid-smita í Sjanghaí gæti náð hámarki snemma á árinu 2023 en útbreiðsla ómíkron-afbrigðisins hefur verið afar hröð síðustu vikur. Allt að 70% af íbúum gætu hafa smitast af kórónuveirunni, að mati yfirlæknis hjá virtu sjúkrahúsi í borginni.

Sérfræðingar telja að útbreiðsla Covid-smita í Sjanghaí gæti náð hámarki snemma á árinu 2023 en útbreiðsla ómíkron-afbrigðisins hefur verið afar hröð síðustu vikur. Allt að 70% af íbúum gætu hafa smitast af kórónuveirunni, að mati yfirlæknis hjá virtu sjúkrahúsi í borginni.

Kraumandi óánægja hefur verið meðal Kínverja vegna strangra Covid-takmarkana sem hafa verið í gildi síðastliðin tvö ár. Kínversk stjórnvöld véku þó nýlega frá harðlínustefnu sinni eftir að mótmæli brutust út víða um landið. 

Samhliða því að samfélagið opnast á ný hefur útbreiðsla smita verið gífurlega hröð. Sérfræðingar telja ekki ólíklegt að útbreiðsla hafi þegar náð hámarki í öðrum stórborgum á borð við Peking og Tianjin.

Chen Erzhen, yfirlæknir hjá Ruijin-sjúkrahúsinu og sérfræðingur í sóttvarnanefnd Sjanghaí-borgar, telur ekki ólíklegt að rúmur meirihluti íbúa hafi þegar smitast af veirunni. Tvöfalt fleiri bráðainnlagnir hafa verið á sjúkrahúsinu sem hann starfar á frá því að takmörkunum var aflétt, og má rekja 80% af tilfellunum til sjúklinga með Covid-19.

mbl.is