Love is Blind-stjarna heilluð af Íslandi

Stjörnur á ferð og flugi | 4. janúar 2023

Love is Blind-stjarna heilluð af Íslandi

Love is Blind-stjarnan og pílatesþjálfarinn Raven Ross er stödd á Íslandi um þessar mundir. Hún hefur birt nokkrar myndir frá ferðalaginu á instagram. Hún virðist vera hér á landi á vegum skyrgerðarinnar Siggi's, en það er Sigurður Kjartan Hilmarsson, eða Siggi skyr eins og hann er oft kallaður, sem er stofnandi fyrirtækisins.

Love is Blind-stjarna heilluð af Íslandi

Stjörnur á ferð og flugi | 4. janúar 2023

Love is Blind-stjarnan Raven Ross.
Love is Blind-stjarnan Raven Ross. Skjáskot/Instagram

Love is Blind-stjarnan og pílatesþjálfarinn Raven Ross er stödd á Íslandi um þessar mundir. Hún hefur birt nokkrar myndir frá ferðalaginu á instagram. Hún virðist vera hér á landi á vegum skyrgerðarinnar Siggi's, en það er Sigurður Kjartan Hilmarsson, eða Siggi skyr eins og hann er oft kallaður, sem er stofnandi fyrirtækisins.

Love is Blind-stjarnan og pílatesþjálfarinn Raven Ross er stödd á Íslandi um þessar mundir. Hún hefur birt nokkrar myndir frá ferðalaginu á instagram. Hún virðist vera hér á landi á vegum skyrgerðarinnar Siggi's, en það er Sigurður Kjartan Hilmarsson, eða Siggi skyr eins og hann er oft kallaður, sem er stofnandi fyrirtækisins.

Ross tók þátt í þriðju þáttaröð raunveruleikaþáttanna Love is Blind á streymisveitunni Netflix, en hún starfar sem pílatesþjálfari. Hún virðist strax vera hugfangin af Íslandi. 

Ross fór í gönguferð um Reykjavík þar sem hún skoðaði …
Ross fór í gönguferð um Reykjavík þar sem hún skoðaði meðal annars Hörpuna. Skjáskot/Instagram

Íslandsferð með þjálfurum, kokkum og næringarfræðingum

Nokkrir áhrifavaldar eru staddir hér á klakanum með Ross, þar á meðal kokkurinn My Nguyen og næringarfræðingurinn Ilana Muhlstein. Þau hafa notið vetrarparadísarinnar sem Ísland býður upp á um þessar mundir og fóru meðal annars í ferð út á land á gríðarstórum jeppa og snæddu dýrindis máltíðir á veitingastöðum í miðborginni.

mbl.is