Varpar enn og aftur skugga á afmæli Katrínar

Kóngafólk í fjölmiðlum | 4. janúar 2023

Varpar enn og aftur skugga á afmæli Katrínar

Katrín prinsessa verður 41 árs þann 9. janúar næstkomandi. Daginn fyrir afmælið birtast viðtöl við Harry prins sem líkleg eru talin til að valda miklu fjaðrafoki. Ævisaga hans, Spare, kemur út 10. janúar, daginn eftir afmæli Katrínar prinsessu.

Varpar enn og aftur skugga á afmæli Katrínar

Kóngafólk í fjölmiðlum | 4. janúar 2023

Afmælisdagar Katrínar hafa stundum horfið í skuggann á miklu fjölmiðlafári …
Afmælisdagar Katrínar hafa stundum horfið í skuggann á miklu fjölmiðlafári í kringum Harry og Meghan. AFP

Katrín prinsessa verður 41 árs þann 9. janúar næstkomandi. Daginn fyrir afmælið birtast viðtöl við Harry prins sem líkleg eru talin til að valda miklu fjaðrafoki. Ævisaga hans, Spare, kemur út 10. janúar, daginn eftir afmæli Katrínar prinsessu.

Katrín prinsessa verður 41 árs þann 9. janúar næstkomandi. Daginn fyrir afmælið birtast viðtöl við Harry prins sem líkleg eru talin til að valda miklu fjaðrafoki. Ævisaga hans, Spare, kemur út 10. janúar, daginn eftir afmæli Katrínar prinsessu.

Því má draga þær ályktanir að konungsfjölskyldan verji kröftum sínum í að búa sig undir fjölmiðlafár frekar en að fagna afmæli prinsessunnar. Almennt er talið að Harry verði mjög harðorður í garð bróður síns og að öll spil verði lögð á borðið.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Harry stelur athyglinni frá prinsessunni með þessum hætti en Harry og Meghan tilkynntu um áform sín um breytt hlutverk innan konungsfjölskyldunnar einnig daginn fyrir afmælið hennar árið 2020.

Mikil leynd hefur hvílt yfir útgáfu bókar Harrys og allt gert til þess að tryggja að ekkert leki út  um innihald bókarinnar. Gæslan hjá útgáfunni hefur ekki verið jafnmikil síðan verið var að gefa út lokabók Harry Potter-seríunnar fyrir 16 árum síðan.

Mikil áhersla er lögð á að dreifa bókinni samtímis alstaðar. Þeir sem búa t.d. í Ástralíu, og eru 11 klukkustundum á undan, fá bókina daginn eftir, eða þann 11. janúar.

Margir eru hræddir um að Harry prins muni láta allt …
Margir eru hræddir um að Harry prins muni láta allt flakka í bók sinni Spare. AFP
mbl.is