Vilja að kínverskir ferðamenn verði skyldaðir í próf

Kórónuveiran Covid-19 | 5. janúar 2023

Vilja að kínverskir ferðamenn verði skyldaðir í próf

Evrópusambandið mælir eindregið með að öll ríki ESB fari fram á að kínverskir ferðamenn framvísi neikvæðum Covid-prófum fyrir komuna til landsins. BBC greinir frá.

Vilja að kínverskir ferðamenn verði skyldaðir í próf

Kórónuveiran Covid-19 | 5. janúar 2023

Höfuðstöðvar Evrópusambandsins í Brussel.
Höfuðstöðvar Evrópusambandsins í Brussel. AFP

Evrópusambandið mælir eindregið með að öll ríki ESB fari fram á að kínverskir ferðamenn framvísi neikvæðum Covid-prófum fyrir komuna til landsins. BBC greinir frá.

Evrópusambandið mælir eindregið með að öll ríki ESB fari fram á að kínverskir ferðamenn framvísi neikvæðum Covid-prófum fyrir komuna til landsins. BBC greinir frá.

Á sunnudag taka í gildi nýjar reglur í Kína sem auðvelda ferðalög til og frá landinu til muna. Strangar samkomutakmarkanir hafa verið þar í gildi síðastliðin tvö ár en undanfarnar vikur hafa stjórnvöld verið að slaka á sóttvarnaaðgerðum í kjölfar mótmæla víða um landið.

Samhliða þessum breytingum hefur útbreiðsla Covid-19 verið gífurlega hröð og eru sjúkrahús þar í landi yfirfull af sjúklingum.

Farþegar beri grímur

Þegar ákvörðun um að opna landamæri Kína lá fyrir tóku nokkur Evrópuríki ákvörðun um að takmarka aðgengi kínverskra ferðamanna að landinu með því að krefjast neikvæðra Covid-prófa fyrir komuna. Þessi takmörkun var harðlega gagnrýnd af mörgum sem töldu slíkar reglur óréttlátar.

Í dag tilkynnti þó Evrópusambandið að aðildarríki væru hvött til þess að koma á fót slíku regluverki.

Þá er einnig mælt með því að allir farþegar um borð í flugvélum til og frá Kína beri andlitsgrímur, að farþegar verði valdir af handahófi í Covid-próf og að skólpvatn verði rannsakað á flugvöllum.

mbl.is