Harry prins skýtur föstum skotum að Kamillu

Kóngafólk í fjölmiðlum | 9. janúar 2023

Harry prins skýtur föstum skotum að Kamillu

Harry Bretaprins skýtur föstum skotum að Kamillu drottningu í viðtölum sem birtust í gær í tilefni af útgáfu bókar hans Spare. Hann segir að hún hafi meðvitað lekið ýmsum smáatriðum um samskipti sín við Harry og Vilhjálm þegar þeir voru ungir til þess að bæta ímynd sína út á við svo að hún gæti gifst Karli föður þeirra.

Harry prins skýtur föstum skotum að Kamillu

Kóngafólk í fjölmiðlum | 9. janúar 2023

Harry prins segir Kamillu hafa notað þá bræður á leið …
Harry prins segir Kamillu hafa notað þá bræður á leið sinni upp valdastigann. AFP

Harry Bretaprins skýtur föstum skotum að Kamillu drottningu í viðtölum sem birtust í gær í tilefni af útgáfu bókar hans Spare. Hann segir að hún hafi meðvitað lekið ýmsum smáatriðum um samskipti sín við Harry og Vilhjálm þegar þeir voru ungir til þess að bæta ímynd sína út á við svo að hún gæti gifst Karli föður þeirra.

Harry Bretaprins skýtur föstum skotum að Kamillu drottningu í viðtölum sem birtust í gær í tilefni af útgáfu bókar hans Spare. Hann segir að hún hafi meðvitað lekið ýmsum smáatriðum um samskipti sín við Harry og Vilhjálm þegar þeir voru ungir til þess að bæta ímynd sína út á við svo að hún gæti gifst Karli föður þeirra.

Fór yfir strikið

„Hún fórnaði mér á sínu persónulega altari almannatengsla,“ segir Harry í bók sinni. „Hún var illmennið, hún var þriðja manneskjan í hjónabandi. Hún þurfti að byggja upp ímynd sína,“ sagði Harry í viðtali við Anderson Cooper í gærkvöldi. 

„Þetta gerði hana hættulega, samskipti hennar við bresku pressuna. Og það var mikill vilji af hálfu hennar og pressunar að skiptast á upplýsingum. Hún var að fara að verða drottning og því eðlilegt að fólki yrði fórnað á þeirri vegferð.“

Margir telja að þessi gagnrýni á Kamillu muni fara illa í Karl kóng en hann á að hafa sett Harry prins skilyrði um að ganga ekki of nærri Kamillu í bók sinni. Þarna hafi Harry farið yfir strikið. Þá benda álitsgjafar á að Díana prinsessa hafi líka átt náið samband við fjölmiðla og notað þá óspart sér í hag.

Dró til baka ásakanir um kynþáttahatur

Annað sem vakti athygli áhorfenda var að Harry virtist draga í land með að hafa kallað bresku konungsfjölskylduna rasíska. Tom Bradby spurði Harry út í Opruh-viðtalið margfræga og sagði:

„Þú sakaðir fjölskyldumeðlimi um kynþáttahatur.“ 

Harry svarar strax á móti:

„Nei, það gerði ég ekki. Breska pressan sagði það.“ 

Margir álitsgjafar benda á að sé þetta rétt hafi Harry haft mikinn tíma til þess að leiðrétta þann misskilning en valið að gera það ekki. Hann hafi því leyft þessum orðrómi að lifa en það er áhugavert misræmi í ljósi þess að hann er sjálfur mjög gagnrýninn á það þegar konungshöllin leiðréttir ekki neikvæðar fréttir um sig og fjölskylduna.

Harry segir að boltinn sé hjá Karli og Vilhjálmi hvað …
Harry segir að boltinn sé hjá Karli og Vilhjálmi hvað sáttaumleitanir varða. AFP
mbl.is