Play flutti 790 þúsund farþega á síðasta ári

Ferðamenn á Íslandi | 9. janúar 2023

Play flutti 790 þúsund farþega á síðasta ári

Samtals flutti flugfélagið Play 74.620 farþega í desember. Heildarfjöldi farþega sem flugu með félaginu var rétt tæplega 790 þúsund á árinu, en þetta er fyrsta heila starfsár félagsins í flugrekstri. Sætanýting félagsins í desember var 82,8%, en yfir árið var hún að meðaltali 79,7%. Þetta kemur fram í tilkynningu félagsins til Kauphallarinnar.

Play flutti 790 þúsund farþega á síðasta ári

Ferðamenn á Íslandi | 9. janúar 2023

Birgir Jónsson, forstjóri Play.
Birgir Jónsson, forstjóri Play. Morgunblaðið/Eggert

Samtals flutti flugfélagið Play 74.620 farþega í desember. Heildarfjöldi farþega sem flugu með félaginu var rétt tæplega 790 þúsund á árinu, en þetta er fyrsta heila starfsár félagsins í flugrekstri. Sætanýting félagsins í desember var 82,8%, en yfir árið var hún að meðaltali 79,7%. Þetta kemur fram í tilkynningu félagsins til Kauphallarinnar.

Samtals flutti flugfélagið Play 74.620 farþega í desember. Heildarfjöldi farþega sem flugu með félaginu var rétt tæplega 790 þúsund á árinu, en þetta er fyrsta heila starfsár félagsins í flugrekstri. Sætanýting félagsins í desember var 82,8%, en yfir árið var hún að meðaltali 79,7%. Þetta kemur fram í tilkynningu félagsins til Kauphallarinnar.

Sérstaklega er vikið að því að London, París og Kanaríeyjar hafi notið mikilla vinsælda í desember, en sætanýting á þessa áfangastaði nam um 90%.

Þegar litið er á hvernig farþegahópur félagsins skiptist sést að 29% af farþegum Play í desember ferðuðust frá Íslandi, 31% til Íslands og 40% voru tengifarþegar. Yfir allt árið var hlutfall þeirra sem hóf ferðalagið á Íslandi 36%. Segir í tilkynningunni að á þeim markaði sé flugfélagið nú með um 25% markaðshlutdeild samkvæmt tölum Ferðamálastofu.

Stundvísi félagsins var 79,1% í desember, en flugáætlun fór víða úr skorðum í mánuðinum m.a. vegna lokunar Keflavíkurflugvallar. Segir félagið lokunina hafa valdið fjárhagslegu tjóni.

Play flýgur á samtals 25 áfangastaði, en áformað er að þeir verði hátt í 40 á þessu ári, bæði í Evrópu og Norður-Ameríku. Mun félagið nota 10 flugvélar í starfsemi sinni í ár og er áformað að 500 starfsmenn verði hjá félaginu.

Í tilkynningunni er haft eftir Birgi Jónssyni, forstjóra Play, að hann sé sérstaklega ánægður með árangurinn á Íslandsmarkaði. „Sjálfur gleðst ég sérstaklega yfir árangri okkar á Íslandsmarkaði þar sem samkeppnin er hörð og barist er um hvern farþega. Fjórðungur allra Íslendinga á leið erlendis árið 2022 völdu að ferðast með PLAY fram yfir keppinauta okkar. Við lítum á það sem mikla stuðningsyfirlýsingu frá almenningi og fyrir það erum við innilega auðmjúk og þakklát. Við förum inn í 2023 full af orku, metnaði og einbeittari en nokkru sinni að ná markmiðum okkar.“

mbl.is