Vildu ekki Harry um borð í vélinni

Kóngafólk í fjölmiðlum | 9. janúar 2023

Vildu ekki Harry um borð í vélinni

Harry prins gagnrýnir harkalega það hvernig fjölskyldan kom fram við hann daginn sem drottningin, Elísabet II. Bretadrottning, lést. 

Vildu ekki Harry um borð í vélinni

Kóngafólk í fjölmiðlum | 9. janúar 2023

Fjölskyldan vildi ekki hafa Harry um borð í vélinni.
Fjölskyldan vildi ekki hafa Harry um borð í vélinni. AFP

Harry prins gagnrýnir harkalega það hvernig fjölskyldan kom fram við hann daginn sem drottningin, Elísabet II. Bretadrottning, lést. 

Harry prins gagnrýnir harkalega það hvernig fjölskyldan kom fram við hann daginn sem drottningin, Elísabet II. Bretadrottning, lést. 

„Daginn sem hún lést, viðbrögð fjölskyldu minnar voru hræðileg,“ sagði Harry í viðtali við Tom Bradby og vísaði meðal annars til þess að fjölskyldan hefði verið að ráða ráðum sínum, leka og koma fyrir fréttum.

„Ég spurði: „Við erum hér til þess að heiðra líf ömmu og syrgja hana, getum við sameinast sem fjölskylda?“ en ég veit ekki hvernig það er hægt.“

Buðu honum ekki með í flugvélina

Þá lýsir hann því hvernig fjölskyldan hafði ákveðið að fara öll saman í flugvél til Skotlands til þess að vera við dánarbeð drottningar. Honum var ekki boðið að fara með þrátt fyrir að nóg pláss væri í vélinni. Hann neyddist til þess að fljúga einn til Skotlands og útskýrir það hvers vegna hann mætti langt á eftir öllum öðrum.

„Ég spurði bróður minn hver hans plön væru. Hvernig hann og Katrín ætluðu þangað,“ sagði Harry í viðtali við Anderson Cooper.

Vilhjálmur svaraði aldrei Harry um ferðaplön sín.

„Og nokkrum tímum síðar eru allir fjölskyldumeðlimir sem búa á svæðinu í kringum Windsor og Ascot á leið í flugvél saman. Vél sem rúmar kannski 12 til 16 manns.“

„Mér var ekki boðið með.“

Um borð í vélinni voru Vilhjálmur prins, Játvarður prins, Sophie eiginkona Játvarðs og Andrés prins.

Meghan mátti ekki koma með

Í bókinni Spare lýsir hann því hvernig Karl faðir hans hafi bannað honum að taka eiginkonu sína með að kveðja drottninguna. Harry segir að hann hafi beitt fyrir sér margar afkáralegar ástæður sem sýndu skeytingarleysi.

Á Harry að hafa beðið hann um að tala aldrei svona um eiginkonu sína. Vert er þó að benda á að Katrín fór heldur ekki með og valdi að vera frekar hjá börnunum.

mbl.is