Einkaverkefni forsætisráðherra

Stjórnarskrármálið | 10. janúar 2023

Einkaverkefni forsætisráðherra

Arndís Anna K. Gunnarsdóttir þingmaður Pírata segir stórmerkilegt hve margir hagi sér eins og engin vinna hafi verið lögð í nýju stjórnarskrána á sínum tíma.

Einkaverkefni forsætisráðherra

Stjórnarskrármálið | 10. janúar 2023

Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata.
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata. mbl.is/Kristinn Magnússon

Arndís Anna K. Gunnarsdóttir þingmaður Pírata segir stórmerkilegt hve margir hagi sér eins og engin vinna hafi verið lögð í nýju stjórnarskrána á sínum tíma.

Arndís Anna K. Gunnarsdóttir þingmaður Pírata segir stórmerkilegt hve margir hagi sér eins og engin vinna hafi verið lögð í nýju stjórnarskrána á sínum tíma.

Að hennar mati er þetta hrein vanvirðing við þjóðina og kveðst hún hafa ýmislegt að segja um áform Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra um að fá sérfræðinga til að vinna greinargerðir um kafla stjórnarskrár Íslands sem fjalla um Alþingi, dómstóla og mannréttindi.

„Það væri nú til bóta ef ríkisstjórnin myndi byrja á því að leggja fram lagafrumvarp sem væri í samræmi við stjórnarskrána,“ segir Arndís Anna og vísar þar í útlendingafrumvarp Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra.

„Við höfum gagnrýnt á þinginu að hvergi í lagasetningarferlinu er nein úttekt á því hvort lagafrumvarpið samræmist núgildandi stjórnarskrá. Meirihlutinn þverneitaði því ítrekað að láta gera úttekt á því hvort frumvarpið standist mannréttindaákvæði stjórnarskrárinnar. Við fengum ábendingu frá Mannréttindastofnun Háskóla Íslands og líka frá aðila úti í bæ um málið. Það hefði að sjálfsögðu átt að byrja á þeim enda fyrst.“

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag. 

mbl.is