Förðunarmistök sem láta þig virðast vera eldri

Förðunartrix | 10. janúar 2023

Förðunarmistök sem láta þig virðast vera eldri

Förðunarfræðingurinn Ali Andreea birti nýverið myndskeið á Youtube-rás sinni þar sem hún fór yfir algeng förðunarmistök sem geta látið þig líta út fyrir að vera eldri en þú í raun ert. Í sama myndskeiði sýndi hún einnig förðunartækni sem ýtir undir æskuljómann. 

Förðunarmistök sem láta þig virðast vera eldri

Förðunartrix | 10. janúar 2023

Ljósmynd/Pexels/Antoni Shkraba

Förðunarfræðingurinn Ali Andreea birti nýverið myndskeið á Youtube-rás sinni þar sem hún fór yfir algeng förðunarmistök sem geta látið þig líta út fyrir að vera eldri en þú í raun ert. Í sama myndskeiði sýndi hún einnig förðunartækni sem ýtir undir æskuljómann. 

Förðunarfræðingurinn Ali Andreea birti nýverið myndskeið á Youtube-rás sinni þar sem hún fór yfir algeng förðunarmistök sem geta látið þig líta út fyrir að vera eldri en þú í raun ert. Í sama myndskeiði sýndi hún einnig förðunartækni sem ýtir undir æskuljómann. 

„Það er ekkert að því að vera gamall eða eldast. Það er algjörlega eðlilegt ferli. Ekki láta samfélagið eða samfélagsmiðla segja þér neitt annað,“ byrjaði Andreea myndskeiðið. Þar næst fór hún yfir algeng förðunarmistök sem hafa þá tilhneigingu að láta fólk virðast vera eldra en það er. 

Of mikið af hyljara

Andreea segir of mikinn hyljara geta dregið fram línur og hrukkur í húðinni í stað þess að hylja þær. Hún nefnir sérstaklega augnsvæðið og segir það geta litið út fyrir að vera mjög þurrt þar sem hyljarinn eigi það til að setjast í fínar línur í kringum augun. 

Þess í stað mælir Andreea með því að lítil magn af hyljara sé sett á réttu staðina, eins og undir augun og í kringum nefið. „Þó svo að hyljarinn hylji ekki allt þá vil ég miklu frekar vera með létt lag af hyljara undir augunum því ég veit að það gerir mig unglegri,“ sagði hún. 

Of mikið af púðri

Vinsæl aðferð sem kallast bakstur (e. baking) hefur notið mikilla vinsælda í förðunarheiminum síðustu ár, en þá er laust púður tekið í talsverðu magni og sett undir augun. Púðrið er svo látið sitja í nokkrar mínútur áður en umfram púðri er dustað af. 

Andreea mælir ekki með aðferðinni fyrir 35 ára og eldri þar sem púðrið geti sest ofan í fínar línur, dregið þær fram og látið augnsvæðið líta út fyrir að vera þurrt.

Ljósmynd/Pexels/Meruyert Gonullu

Skygging

Að sögn Andreeu getur skygging (e. contour) bætt óþarfa árum við andlitið. Þó markmiðið með skyggingu sé að móta andlitið þá segir hún það ekki endilega henta fyrir eldri einstaklinga. 

Andreea mælir frekar með hlýlegu sólarpúðri og fallegum kinnalit. „Liturinn og staðsetningin skiptir öllu máli,“ sagði hún. Þá mælir Andreea með því að sólarpúður sé sett á kinnbein, á ennið og fyrir ofan augabrúnabeinið. 

Of dökkar og mótaðar augabrúnir

Augabrúnir eru mikilvægur partur af andlitinu, enda gefa þær manni svip. Andreea segir of dökkar eða of mótaðar augabrúnir geta látið mann líta út fyrir að vera eldri, en auk þess virki maður alvarlegri. 

Þess í stað mælir hún með því að fara varlega í dekkri litina og halda augabrúnunum eins náttúrulegum og hægt er. 

Ljósmynd/Pexels/Polina Tankilevitch

Svartur augnblýantur

Þegar kemur að augunum mælir Andreea gegn því að nota kolsvartan augnblýant, en það geti látið mann líta út fyrir að vera eldri auk þess að gefa manni alvarlegt lúkk rétt eins og dökkar augabrúnir, og sérstaklega ef augnblýanturinn er notaður á neðri augnháralínuna. 

Í staðinn mælir Andreea með því að nota dökkbrúnan eða dökkbláan augnblýant og setja hann mjög nálægt augnháralínunni í hæfilegu magni. 

mbl.is