Sérstakar leiðbeiningar vegna farþega frá Kína

Kórónuveiran Covid-19 | 10. janúar 2023

Sérstakar leiðbeiningar vegna farþega frá Kína

Sóttvarnalæknir hefur gefið út sérstakar leiðbeiningar til farþega sem koma frá Kína til Evrópu og hefur uppfært leiðbeiningar til ferðamanna um hvernig skal leita heilbrigðisþjónustu á Íslandi.

Sérstakar leiðbeiningar vegna farþega frá Kína

Kórónuveiran Covid-19 | 10. janúar 2023

Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir.
Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir. mbl.is/Hallur Már

Sóttvarnalæknir hefur gefið út sérstakar leiðbeiningar til farþega sem koma frá Kína til Evrópu og hefur uppfært leiðbeiningar til ferðamanna um hvernig skal leita heilbrigðisþjónustu á Íslandi.

Sóttvarnalæknir hefur gefið út sérstakar leiðbeiningar til farþega sem koma frá Kína til Evrópu og hefur uppfært leiðbeiningar til ferðamanna um hvernig skal leita heilbrigðisþjónustu á Íslandi.

Þar sem engin bein flug eru á milli Íslands og Kína þykir ekki, eins og er, ástæða til að grípa til annarra sérstakra aðgerða á landamærum hérlendis vegna útbreiðslu kórónuveirunnar í Kína.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá sóttvarnalækni.

Ferðamenn sem komu með kínverska flugfélaginu Xiamen Airlines á flugvellinum …
Ferðamenn sem komu með kínverska flugfélaginu Xiamen Airlines á flugvellinum í Bangkok í Taílandi. AFP/Jack Taylor

Í síðustu viku gaf leiðtogaráð Evrópusambandsins (ESB) út tilmæli til aðildarríkja vegna þróunarinnar í Kína, sérstaklega með tilliti til áreiðanleika gagna frá Kína og tilslökunar á ferðatakmörkunum í Kína frá og með 8. janúar.

Mælt er með því við farþega í flugi til og frá Kína að nota veiruhelda andlitsgrímu og ferðamenn sem koma frá eða eru á leið til Kína, svo og áhafnir og flugvallastarfsmenn skuli minntir á persónulegar sóttvarnir, að því er segir í tilkynningunni.

Einnig er hvatt til framvísunar neikvæðs kórónuveiruprófs, teknu ekki meira en 48 klukkustundum fyrir brottför frá Kína, fyrir ferðamenn frá Kína sem koma til Evrópu.

Ferðamaður kemur til Bangkok í Taílandi eftir flug með kínverska …
Ferðamaður kemur til Bangkok í Taílandi eftir flug með kínverska flugfélaginu Xiamen Airlines. AFP/Jack Taylor

Aðildarríkin voru enn fremur hvött til að bæta eftirfarandi ráðstöfunum við:

COVID-19 próf á farþegum sem koma frá Kína við komuna til aðildarríkja, eftir því sem við á, og raðgreining á jákvæðum niðurstöðum.

Prófa og raðgreina sýni frá skólpi flugvéla sem koma frá Kína og flugvöllum þar sem koma vélar frá Kína.

Aðildarríki hvetji áfram til bólusetningar, þar með talið örvunarskammta, sérstaklega meðal viðkvæmra hópa.

Ástand faraldursins og ofangreindar aðgerðir verða endurmetnar miðjan janúar 2023.

Nokkur lönd innan ESB (Ítalía, Frakkland, Spánn, Svíþjóð, Þýskaland, Holland, Grikkland, Austurríki, Belgía) auk Bretlands krefja nú farþega frá Kína um neikvætt kórónuveirupróf, auk landa utan Evrópu (m.a. Bandaríkin, Ástralía, Kanada, Chile, Indland, Japan). Einhver lönd skima einnig farþega eða eru að íhuga slíka ráðstöfun.

mbl.is