1,7 milljón erlendra farþega fóru um Leifsstöð

Ferðamenn á Íslandi | 11. janúar 2023

1,7 milljón erlendra farþega fóru um Leifsstöð

Brottfarir erlendra farþega frá landinu um Keflavíkurflugvöll voru tæplega 1,7 milljón árið 2022 eða um einni milljón fleiri en árið 2021, samkvæmt talningu Ferðamálastofu og Isavia. Aukningin milli ára nemur 146%.

1,7 milljón erlendra farþega fóru um Leifsstöð

Ferðamenn á Íslandi | 11. janúar 2023

Ferðamenn í miðbænum.
Ferðamenn í miðbænum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Brottfarir erlendra farþega frá landinu um Keflavíkurflugvöll voru tæplega 1,7 milljón árið 2022 eða um einni milljón fleiri en árið 2021, samkvæmt talningu Ferðamálastofu og Isavia. Aukningin milli ára nemur 146%.

Brottfarir erlendra farþega frá landinu um Keflavíkurflugvöll voru tæplega 1,7 milljón árið 2022 eða um einni milljón fleiri en árið 2021, samkvæmt talningu Ferðamálastofu og Isavia. Aukningin milli ára nemur 146%.

Þetta kemur fram á vef Ferðamálastofu.

Mesta umferð í sex ár

„Í kjölfarið á afléttingu ferðatakmarkana í febrúar 2022 tók ferðamönnum að fjölga á ný en um 73% brottfara árið 2022 voru á síðari hluta ársins (júní-des.). Bandaríkjamenn voru ríflega fjórðungur allra brottfara, Bretar 14% og Þjóðverjar 8%.

Leita þarf sex ár aftur í tímann til að sjá álíka fjölda brottfara erlendra farþega eða til ársins 2016 en þá mældist fjöldi þeirra tæplega 1,8 milljón,“ segir í tilkynningu frá Ferðamálastofu.

Fjöldi brottfara mældist mestur á árunum 2017 til 2019 eða á bilinu tvær til tvær komma þrjár milljónir.

Flestar brottfarir í ágúst

Langflestar voru brottfarirnar í ágúst 2022 eða 90 þúsund fleiri en í ágúst 2021. Næstflestar voru þær í júlí, 234 þúsund talsins eða 124 þúsund fleiri en í sama mánuði 2021.

mbl.is