Fimmta stærsta ferðamannaárið frá upphafi

Ferðamenn á Íslandi | 11. janúar 2023

Fimmta stærsta ferðamannaárið frá upphafi

Rétt tæplega 1,7 milljónir erlendra ferðamanna lögðu upp frá Keflavíkurflugvelli árið 2022, sem gerir það fimmta stærsta ferðamannaárið frá upphafi.

Fimmta stærsta ferðamannaárið frá upphafi

Ferðamenn á Íslandi | 11. janúar 2023

Kortavelta hvers ferðamanns í desember 2022 var að meðaltali 140 …
Kortavelta hvers ferðamanns í desember 2022 var að meðaltali 140 þúsund krónur. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Rétt tæplega 1,7 milljónir erlendra ferðamanna lögðu upp frá Keflavíkurflugvelli árið 2022, sem gerir það fimmta stærsta ferðamannaárið frá upphafi.

Rétt tæplega 1,7 milljónir erlendra ferðamanna lögðu upp frá Keflavíkurflugvelli árið 2022, sem gerir það fimmta stærsta ferðamannaárið frá upphafi.

Ferðamenn voru tæplega 115 þúsund í desember, þó nokkuð færri en í sama mánuði árin 2019 og 2018, en hver ferðamaður eyddi að jafnaði meiru en þá miðað við fast gengi. Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans.

Spá 1,9 milljón ferðamanna í ár

Á árinu 2022 voru brottfarir langflestar í ágúst, tæplega 243 þúsund, og fæstar í janúar, tæplega 67 þúsund. Bandaríkjamenn áttu ríflega 25% allra brottfara árið 2022, Bretar 14% og Þjóðverjar 8%. Hagsjá Landsbankans spáir því að ferðamönnum fjölgi á þessu ári og verði í kringum 1,9 milljónir. Fjöldinn mun þó velta á þróun efnahagsástandsins í helstu viðskiptalöndum Íslands.

Gistinætur aldrei fleiri

Séu gistinætur Íslendinga taldar með hafa þær aldrei verið fleiri á bilinu janúar til nóvember en í fyrra. Samtals voru uppsafnaðar gistinætur allra yfir síðasta ár orðnar rétt tæplega 8,4 milljónir í nóvember, en voru 8,1 milljón á metferðamannaárinu 2018. 

Ferðamenn eyða meiru

Kortavelta ferðamanna nam 16,1 milljarði í desember árið 2022 samkvæmt gögnum Rannsóknaseturs verslunarinnar, 73% meiru en í sama mánuði árið áður á föstu gengi, og 10% meiru en í desember 2019, áður en faraldurinn dró verulega úr komum ferðamanna. Ef horft er á árið 2022 í heild nam kortavelta ferðamanna 262 milljörðum, 1% meiru en árið 2019, á föstu gengi. Það er þó 16% minna en metárið 2018.

Þótt ferðamenn hafi verið 16% færri í desember í ár en í sama mánuði árið 2018 er kortaveltan næstum alveg sú sama og þá, á föstu gengi. Í desember 2022 var kortavelta hvers ferðamanns að meðaltali 140 þúsund krónur enm ti lsamanburðar var hún 118 þúsund kr. í desember 2918, miðað við fast gengi.

mbl.is