Þurfa að fjölga starfsmönnum

Ferðamenn á Íslandi | 11. janúar 2023

Þurfa að fjölga starfsmönnum

„Við erum á fullu að undirbúa þetta stóra sumar. Það er margt sem á eftir að gera og er þó nokkur mannaflaþörf í hafnsögunni sem gæti orðið erfiður hjallur,“ segir Gunnar Tryggvason hafnarstjóri Faxaflóahafna um aukinn fjölda skemmtiferðaskipa á komandi ferðamannasumri.

Þurfa að fjölga starfsmönnum

Ferðamenn á Íslandi | 11. janúar 2023

Fjölgun ferðamanna með skemmtiferðaskipum stefnir í 80 prósent á árinu.
Fjölgun ferðamanna með skemmtiferðaskipum stefnir í 80 prósent á árinu. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

„Við erum á fullu að undirbúa þetta stóra sumar. Það er margt sem á eftir að gera og er þó nokkur mannaflaþörf í hafnsögunni sem gæti orðið erfiður hjallur,“ segir Gunnar Tryggvason hafnarstjóri Faxaflóahafna um aukinn fjölda skemmtiferðaskipa á komandi ferðamannasumri.

„Við erum á fullu að undirbúa þetta stóra sumar. Það er margt sem á eftir að gera og er þó nokkur mannaflaþörf í hafnsögunni sem gæti orðið erfiður hjallur,“ segir Gunnar Tryggvason hafnarstjóri Faxaflóahafna um aukinn fjölda skemmtiferðaskipa á komandi ferðamannasumri.

Eins og greint hefur verið frá mun gestum með skemmtiferðaskipum fjölga um 80 prósent á árinu en það nemur samtals um 800 þúsund farþegum á skemmtiferðaskipum.

Um 75 manns starfa hjá Faxaflóahöfnum núna en að mati Gunnars þarf líklega að bæta um tíu starfsmönnum við fyrir komandi sumar. „Höfnin springur aldrei því við segjum nei þegar það er ekki pláss. Við erum löngu byrjuð að segja nei.“

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu.

mbl.is