Breytingar fram undan á Kársnesinu

Húsnæðismarkaðurinn | 12. janúar 2023

Breytingar fram undan á Kársnesinu

Tillögur að skipulagi á svæði 13 á þróunarsvæði sem nær yfir alla Kársnestána voru samþykktar á bæjarstjórnarfundi Kópavogs í vikunni af meirihluta bæjarstjórnar. Hjördís Ýr Johnson, formaður skipulagsráðs bæjarins, segir mikið vatn hafa runnið til sjávar síðan lagt var af stað með skipulagningu þróunarsvæðisins árið 2015. „Þá var haft samráð við íbúa og fundað. Á grundvelli þeirrar samvinnu varð til deiliskipulagslýsingin fyrir alla þrettán reitina á þróunarsvæðinu og ákveðið hvers konar byggingar yrðu byggðar og hversu margar. Allt skipulagið er í raun byggt á þessari hugmyndavinnu með íbúunum,“ segir Hjördís.

Breytingar fram undan á Kársnesinu

Húsnæðismarkaðurinn | 12. janúar 2023

Græna úthagatorfið er áberandi í byggðinni á reit 13. Næsta …
Græna úthagatorfið er áberandi í byggðinni á reit 13. Næsta skref er hönnun á smábátahöfninni. Mynd/Atelier Arkitektar

Tillögur að skipulagi á svæði 13 á þróunarsvæði sem nær yfir alla Kársnestána voru samþykktar á bæjarstjórnarfundi Kópavogs í vikunni af meirihluta bæjarstjórnar. Hjördís Ýr Johnson, formaður skipulagsráðs bæjarins, segir mikið vatn hafa runnið til sjávar síðan lagt var af stað með skipulagningu þróunarsvæðisins árið 2015. „Þá var haft samráð við íbúa og fundað. Á grundvelli þeirrar samvinnu varð til deiliskipulagslýsingin fyrir alla þrettán reitina á þróunarsvæðinu og ákveðið hvers konar byggingar yrðu byggðar og hversu margar. Allt skipulagið er í raun byggt á þessari hugmyndavinnu með íbúunum,“ segir Hjördís.

Tillögur að skipulagi á svæði 13 á þróunarsvæði sem nær yfir alla Kársnestána voru samþykktar á bæjarstjórnarfundi Kópavogs í vikunni af meirihluta bæjarstjórnar. Hjördís Ýr Johnson, formaður skipulagsráðs bæjarins, segir mikið vatn hafa runnið til sjávar síðan lagt var af stað með skipulagningu þróunarsvæðisins árið 2015. „Þá var haft samráð við íbúa og fundað. Á grundvelli þeirrar samvinnu varð til deiliskipulagslýsingin fyrir alla þrettán reitina á þróunarsvæðinu og ákveðið hvers konar byggingar yrðu byggðar og hversu margar. Allt skipulagið er í raun byggt á þessari hugmyndavinnu með íbúunum,“ segir Hjördís.

Þótt þróunarsvæðið hafi verið kortlagt taka svona skipulagsmál mikinn tíma. Á svæði 13 verða hvítar byggingar með úthagatorfi á þakinu. Samkvæmt aðalskipulaginu er höfnin hugsuð sem yndishöfn og það er næsta skref að hanna hana. „Við erum með ýmsar hugmyndir þar að lútandi en vinnum það að sjálfsögðu áfram í samráði við íbúana. Hugmyndir okkar eru að gera hana að skemmtilegri smábátahöfn með spennandi verslunum og þjónustu, þannig að hún laði fólk að.“

Miklar breytingar hafa orðið á skipulagstillögunum eftir samráðsfundi við bæjarbúa og var t.a.m. ákveðið að lækka efstu hæðirnar á reit 13 um eina hæð og eru flest húsin tvær til fjórar hæðir þar sem efsta hæðin er inndregin. Einnig var íbúðum fækkað um tíu og eru nú 150 í stað 160 áður. Lögð var áhersla á að byggðin félli vel inn í umhverfið og hefði létt og grænt yfirbragð. Auk bílakjallara eru þau stæði sem eru ofan jarðar falin undir upphækkuðum dvalarsvæðum.

Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu í dag. 

mbl.is