Klæðskeri rýfur þögnina um kjóla brúðarmeyjanna

Kóngafólk í fjölmiðlum | 12. janúar 2023

Klæðskeri rýfur þögnina um kjóla brúðarmeyjanna

Sviðsljósið beindist óvænt að klæðskeranum Ajay Miruri í kjölfar útgáfu bókar Harrys prins en þar varpar hann betra ljósi á atburðarásina í kringum rifrildi Katrínar og Meghan sem átti sér stað rétt fyrir brúðkaup Harry og Meghan.

Klæðskeri rýfur þögnina um kjóla brúðarmeyjanna

Kóngafólk í fjölmiðlum | 12. janúar 2023

Harry og Meghan ásamt frændsystkinum prinsins.
Harry og Meghan ásamt frændsystkinum prinsins. AFP

Sviðsljósið beindist óvænt að klæðskeranum Ajay Miruri í kjölfar útgáfu bókar Harrys prins en þar varpar hann betra ljósi á atburðarásina í kringum rifrildi Katrínar og Meghan sem átti sér stað rétt fyrir brúðkaup Harry og Meghan.

Sviðsljósið beindist óvænt að klæðskeranum Ajay Miruri í kjölfar útgáfu bókar Harrys prins en þar varpar hann betra ljósi á atburðarásina í kringum rifrildi Katrínar og Meghan sem átti sér stað rétt fyrir brúðkaup Harry og Meghan.

Miruri hefur nú rofið þögnina og segist hann ekki vera hissa á að brúðarmeyjarkjólar barnanna hafi fengið þær til þess að gráta.

Hann tekur fram að hann varð ekki vitni að neinu sem fram fór en segir að hann og þrír aðrir starfsmenn hafi þurft að vinna allan sólarhringinn til þess að laga kjólana sem komu frá franska tískuhúsinu Givenchy. 

Finnur til með þeim öllum

„Enginn kjólanna passaði á stelpurnar. Hver sem er yrði í miklu uppnámi ef slíkt gerðist á síðustu stundu. Það tekur á taugarnar ef eitthvað passar ekki,“ segir Miruri í viðtali við Daily Mail.

„Við unnum fjóra daga samfleytt til klukkan 4 um nótt til þess að tryggja að kjólarnir yrðu tilbúnir. Þetta var mikil vinna.“

„Ég finn til með þeim öllum, ekki vill maður að barnið sitt komi fram opinberlega í kjól sem passar ekki á það. Þetta var tilfellið. Það þurfti að laga alla kjólana sem voru sex talsins og við gerðum það. Ég er mikill stuðningsmaður konungsfjölskyldunnar og vildi gera allt sem ég gæti með mínu litla fyrirtæki til þess að veita þeim þessa þjónustu.“

Enginn hefði vitað af okkur

„Hefði bókin hans Harry ekki komið út þá hefði enginn vitað af okkur. En ef þetta bjargaði deginum þeirra þá er ég glaður. Ég hefði auðvitað viljað að umræðan snerist um hversu fín þau öll voru á stóra deginum frekar en um eitthvert rifrildi,“ segir Miruri.

Á sínum tíma kom upp sá orðrómur um að Meghan hefði komið Katrínu til þess að gráta í aðdraganda brúðkaups Harry og Meghan. Seinna leiðréttu Harry og Meghan orðróminn og sagt að það hafi verið öfugt. Katrín grætti Meghan og baðst síðar afsökunar með blómvendi. Nú hefur verið varpað ljósi á aðdraganda rifrildisins og snerist hann um kjóla brúðarmeyjanna. Kjóll Karlottu prinsessu var allt of stór og fór telpan að gráta þegar hún mátaði hann. Katrín sendi Meghan skilaboð um að það þyrfti að sauma alla kjólana upp á nýtt. Meghan vildi hins vegar senda þá til klæðskera til þess að láta laga þá og að það væri klæðskeri til taks í höllinni sem biði eftir þeim. Katrín loks féllst á lausn Meghan.

Mæðgurnar í brúðkaupi Harry og Meghan árið 2018.
Mæðgurnar í brúðkaupi Harry og Meghan árið 2018. AFP
mbl.is