Prinsinn selst í bílförmum

Kóngafólk í fjölmiðlum | 12. janúar 2023

Prinsinn selst í bílförmum

Bók Harrys Bretaprins, Spare, seldist í 1,4 milljónum eintaka í enskri útgáfu á fyrsta söludegi sínum í Bretlandi, Bandaríkjunum og Kanada. Sló prinsinn sölumet útgáfuhússins Penguin Random House. 

Prinsinn selst í bílförmum

Kóngafólk í fjölmiðlum | 12. janúar 2023

Bók Harrys Bretaprins hefur selst í bílförmum í Bretlandi, Bandaríkjunum …
Bók Harrys Bretaprins hefur selst í bílförmum í Bretlandi, Bandaríkjunum og Kanada. AFP/Scott Olson

Bók Harrys Bretaprins, Spare, seldist í 1,4 milljónum eintaka í enskri útgáfu á fyrsta söludegi sínum í Bretlandi, Bandaríkjunum og Kanada. Sló prinsinn sölumet útgáfuhússins Penguin Random House. 

Bók Harrys Bretaprins, Spare, seldist í 1,4 milljónum eintaka í enskri útgáfu á fyrsta söludegi sínum í Bretlandi, Bandaríkjunum og Kanada. Sló prinsinn sölumet útgáfuhússins Penguin Random House. 

Penguin Random House greindi frá þessu. Bókin kom út á þriðjudag en mikið hefur verið fjallað um hana í fjölmiðlum og prinsinn farið fjögur stór viðtöl beggja vegna Atlantshafsins. 

Á sama tíma og prinsinn slær sölumet gefur ný skoðanakönnun í Bretlandi til kynna að vinsældir Harrys hafi farið dvínandi undanfarið. 

Barack Obama átti metið hjá Penguin Random House, en bók hans, A Promised Land, seldist í 887 þúsund eintaka í Bandaríkjunum á fyrsta degi í verslunum árið 2020. Um 20% meiri spurn eftir Spare var hjá bóksölum en eftir A Promised Land. 

Í Frakklandi var bókin prentuð í 210 þúsund eintökum á frönsku, en nú er hún strax farin í endurprent og 130 þúsund bækur á leiðinni. Hér á Íslandi er bókin, á ensku, komin í verslanir Pennans Eymundssonar. 

The Times í Bretlandi greinir frá því að niðurstöður könnunar YouGov gefi til kynna að aðeins um 24% Breta hafi jákvæða skoðun á Harry Bretaprins um þessar mundir. Fyrir áratug síðan litu um 80% þjóðarinnar á Harry með jákvæðum augum.

mbl.is