„Vill að ég klæðist eins og nágranni okkar“

Samskipti kynjanna | 12. janúar 2023

„Vill að ég klæðist eins og nágranni okkar“

Kona leitar ráða hjá sérfræðingi en maðurinn hennar elskar hlutverkaleiki í kynlífinu og vill að hún klæði sig eins og nágranni þeirra.

„Vill að ég klæðist eins og nágranni okkar“

Samskipti kynjanna | 12. janúar 2023

Kona er ekki viss um hvert kynlífsleikur þeirra hjóna er …
Kona er ekki viss um hvert kynlífsleikur þeirra hjóna er að stefna. Ljósmynd/Colourbox

Kona leitar ráða hjá sérfræðingi en maðurinn hennar elskar hlutverkaleiki í kynlífinu og vill að hún klæði sig eins og nágranni þeirra.

Kona leitar ráða hjá sérfræðingi en maðurinn hennar elskar hlutverkaleiki í kynlífinu og vill að hún klæði sig eins og nágranni þeirra.

„Ég og eiginmaður minn eigum frábært kynlíf saman. Við höfum verið gift í 15 ár og prófað allt í rúminu sem hægt er að hugsa sér. Við elskum að fara í hlutverkaleiki en nú er ég farin að efast um ágæti þess. Hann vill að ég klæði mig eins og nágranni okkar.“

„Við eigum almennt ekki í neinum samskiptum við hana. Við vinkum henni þegar við sjáum hana. En nú er ég farin að ímynda mér að hann eigi í einhvers konar samskiptum við hana sem ég veit ekki af. Er þetta hans leið til þess að segja mér að hann vildi að ég væri hún? Á mér að finnast þetta óþægilegt? Ég vil ekki að þetta verði til þess að eyðileggja sambandið.“

Ráðgjafinn svarar:

„Þetta er ekki spurning um hvort þér megi líða illa yfir þessu. Staðreyndin er sú að þér finnst þetta óþægilegt og það er mikilvægt að segja honum það. Við þurfum öll að eiga erfið samtöl endrum og eins. Það að forðast einhver málefni fær manni ekki til þess að líða betur. Það að takast á við vandann mun ekki eyðileggja sambandið.“ 

„Það er líka mikilvægt að muna að það er mikilvægt að ykkur líði báðum vel með allt sem fer fram í svefnherberginu. Ég mæli með að þú ræðir við eiginmanninn og segir honum hvernig þér líður. Segðu að þú sért óörugg með þetta allt saman og þurfir staðfestingu á að allt sé í lagi.“

mbl.is